Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 9
fram svo dagsönn og ljós atvik, Ameríku í hnotskurn séða frá minnihlutanum, — frá þeirra hlið sem berjast fyrir skoðana- og hugsanafrelsi og mannsæmandi lífi í nægta- landi Bandaríkjanna. Af því að við íslendingar flettum mest amerískum blöðum, fyrirutan glæpatímarit- in Satt o. f 1., verður ávallt fyrir augum okkar svo mikið af velklæddu fólki og þrifa- legum ísskápum, að stundum eru sum okk- ar nærri Jdví farin að halda að það sé í trausti Jressara blaða og Jjessara auglýsinga sem við vorum seld svo miskunnarlaust liér um árið. En frá sjónarhóli negrakonu gegnir allt öðru máli: þaðan sést kúgun, fátækt og skelfing, þaðan sést að fólk býr svo lélega að mörg þúsund manns eru bitin af rottum á ári hverju, þar eru hvítir menn dæmdir í 35 ára fangelsi fyrir að leigja negralijónum. Þar eru glæjiir unglinga svo hræðilegir, að það er óiiugsandi í þjóðfélagi Jrar sem allt er með feldu. Og fangelsissök að berjast fyrir mann- sæmandi lífi. Kínverska konan Li Teh Chuan var ó- venjuleg í'æðukona, sömuleiðis fannst mér gaman að heyra Ninu Popovu flytja ræðu og slafneskt skapferli í rithætti hennar, ef ég mætti orða það svo, sem mér fannst svo seið- andi. Áhrifamest var Jsó að lieyra japönsku kon- una sem lifði af Nagasaki segja frá. Eldri japanska kynslóðin segir raunir sínar hlæj- andi, hún má ekki láta nein geðbrigði í ljós. Þegar Jiessi japanska kona getur ekki flutt mál sitt með bros á vörum, hættir liún og önnur kona, yngri, tekur við og les upp það sem eftir er af frásögninni frá því er atóm- sprengju var varpað á Nagasaki. Ekki les hún hlæjandi, enda yngri kona, hún hágræt- ur allan tímann meðan hún les, það er hróp af heitum dreyra til okkar mannanna. Vandamál Iieimsins eru borin fram á Jress- um litla bletti í Lausanne, þau eru þar sam- ankomin og vinkona mín segir: Ég held Jretta þing láti mig aldrei í friði héðanífrá. Drifa ViOar Thor- oddsen og Ása Ottesen Þetta eru málefni sem liægt er að vinna fyrir. Hjá sumum hefur fengizt lausn á vanda- málunum, fátækt er úr sögunni, Jrjóðflokka- kúgun ekki til, uppbygging í stað niðurrifs, og stjórn sumra styður friðarmálin og við hljótum að leita Jjangað að fyrirmynd. Til dæmis Iiafa íranskonurnár tekið kínversku, konurnar sér til fyrirmyndar og ætla sér að vinna í sama anda og þær. íranskonunum er mikið niðri fyrir, þær rísa oft á fætur og fagna ræðukonum með hinu einkennilega austurlandaópi. Þær eru sumar svartklæddar og hjúpaðar, svo ekki sér nema bláandlitið og liendur og eru græn- ir Hlettir málaðir á linúa og teikn á handar- baki. Ræða konu frá íran er ömurleg skýrsla um íbúa auðugs lands. Þar er 12—14 stunda vinnudagur, engar almánnatryggingar, kon- ur eignast börn á götum úti, 95% barna- dauði. 41% af ríkisútgjöldum fara í her og stríð en 61% af öllum fjárupphæðum í hernaðar- aðgerðir. Skólum er lokað, fólk rekið í út- legð, eymd og neyð á öllum sviðum. MELKORKA 73

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.