Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 6
Danði Kleópötru Nina Sæmundsson myndhöggvari Listakonan Nína Sæmundsson, sem dvalizt hefur lang- dvölum erlendis, koin til íslands síðari hluta septem- her síðastliðinn og opnaði listsýningu í Þjóðminjasafn- inu 1. okt. Sýnir hún þar um 30 höggmyndir og mál- verk, en átta ár eru liðin síðan listakonan hélt sýningu hér síðast. Ein af fegurstu höggmyndum hennar, Móður- ást, stendur í garðinum við Lækjargötu. • Nína Sæmundsson hefur fengið margskonar viður- kenningar á erlendutn vettvangi fyrir list sína. Á s. 1. vori vann hún fyrstu vcrðlaun f myndasamkeppni sem árlega er haldin í Hollywood f sambandi við svonefnda madonnuhátíð, einnig hefur hún unnið í samkeppni um gerð myndar fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York. Hún var scxtán ára að aldri þcgar hún lagði út á lista- brautina, fór fyrst til Danmerkur og stundaði nám þar, þaðan til Frakklands og stundaði listnám í París í tvö ár. Síðan hélt hún til Ítalíu og Afríku og fluttist svo til liandaríkjanna og hefur átt þar heima síðustu 28 árin. mæðraskóli starfræktur á Laugavatni og draumurinn orðinn að veruleika. Já, úr því við erum að tala um húsmæðra- skóla dettur mér í hug dálítil brosleg rök- semd eins alþingismanns gegn því að aust- firzkar konur fengju slíkan skóla á Austur- landi, en það var mikið áhugamál þeirra um aldamótin. Háttvirtur alþingismaður benti á að ef slík firn yrðu að veruleika mundi engin vinnukona fást í heldri hús á landinu! Annars er ekki úr vegi að rifja upp ýms stórmál sem konur liafa beitt sér fyrir. Ég nefni háskólamálið, þann mikla skerf sem þær lögðu til að við fengum innlendan há- skóla. Landspítalinn. Hressingarhælið í Kópavogi. Ég hef oft hugsað að mörg konan væri betur komin á Alþingi en margur sem þar situr. Og það vildi ég segja við íslenzkar konur í dag að við getum ekki talað um það kinnroðalaust að eiga enga konu á Alþingi. Eg minnist brautryðjendanna sem skáru upp herör gegn hleypidómum og hindur- vitnum, gagnteknar af frelsisþrá. Mundi þær Jiafa dreymt um að eftir 40 ára kosningarétt og kjörgengi yrðu íslenzkar konur að berj- ast fyrir atvinnulegu jafnrétti, og helmingur þjóðarinnar, konurnar, ætti engan fulltrúa á Alþingi. Nei, réttindabaráttu íslenzku konunnar er ekki lokið, segir Herdís með áherzlu. — Sú barátta heldur áfram þar til konur fá við- urkennt algert launajafnrétti. — Fyrir ein- kenniiega rás viðburðanna lifi ég nú aftur nýja sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, ellefu árum eftir að við öðluðumst aftur hið lang- þreyða fullveldi — og þeirri baráttu lýkur ekki fyrr en herstöðvar og erlendur her hverfur úr landi. Mætti íslenzkum konum í dag auðnast, eins og svo oft áður í sögu okkar, að vera vökumenn þjóðarinnar, og eldmóður, dirfska og drengskapur gömlu brautryðjendanna, karla og kvenna, vera okkur öllum fordæmi til eftirbreytni. Þ. V. 70 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.