Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 13
 Vildi ég vík og haf vildi ég reginfjöll vildi ég bil breitt vildi ég varg og ljón vita á vegi milli mín og þín — þægara myndi þá vík að vaða fjöll að flytja bil að brúa ljón að leggja — en stíga fetið milli mín og þín. H. B. B. Teikning eftir ValgcrÖi liricni legu fæði. Enn færri fá nægilega fjörefna- ríka fæðu. Og þó það hljómi sem öfugmæli, þá er eymdin ægilegust meðal íbúa Asíu- landa, sem frá náttúrunnar hendi eru auð- ugust allra. Og sá hluti íbúanna sem lifir við allra verst kjör eru bændurnir, einmitt það fólk sem framleiðir matvælin. Þetta langsoltna reikningsskilafóik, í frétt- um kallað kommúnistar eða óaldarflokkar — og skiptir litlu máli fyrir það sjálft — berst nú þar til sigur er fenginn. Réttinum til arðsins af eigin striti og gæða lands síns verð- ur ekki haldið fyrir þeim sem gerir sér hann ljósan. Hann á líka bandamenn um allan heinr. Hin sama öfluga hreyfing sem aflétti stríðsóttanum mun einnig leggja liönd að verki að aflétta ræningjaplágunni af nýlend- um, frumstæðum og ekki frumstæðum þjóð- um. Og ekki mun sá rnikli dagur okkar ís- lendinga vera langt undan, er við segjum okkur úr vist hjá bandarísku setuliði og m. a. s. segjum því upp landvist og biðjum þá vel að lifa í sínu eigin landi. Nú þessa dag- ana eru boðaðar viðræður vinstrisinna um stjórn landsins, þar hlýtur uppsögn her- verndarsamningsins við Bandaríki Norður- Ameríku að verða til umræðu. Hin mikla breyting nær liingað líka, liér er einnig ver- ið að brjóta í blað. N. Ó. MELKORKA 77

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.