Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 26
mömmu og hljóp aftur fyrir leiksviðið og
fann þar Feng-Kvej þar sem hann var að
hjálpa leikflokki Norðurþorpsins við undir-
.búning Jeiksýningar. Hann var með höfuð-
klútinn sem ég hafði gefið honum.
Ég lagði höndina á öxl hans og bað hann
að finna mig á afvikinn stað.
Hvað hefurðu í Iiyggju? spurði ég.
Þú fórst í ný föt í dag, eins og . . .
Eins og hvað?
Fúns og þú ætlaðir að fara að gifta þig.
Hann brosti. Ég roðnaði og vissi ekki
hvað ég átti af mér að gera. Hann snerti
handlegg minn. Sjá-jún, heyrðirðu í dag
þegar sagt var frá giftingu frelsisins?
Já, af hverju spyrðu um það?
Hvenær eigum við að fara?
Fara hvert?
Þú veizt hvað ég meina, svaraði hann.
Fara að gifta okkur?
Mamma lætur áreiðanlega undan að lok-
um, sagði ég. Bíddu enn nokkra daga. Ég
gaf honum minnisbókina sem ég var núbú-
in að kaupa. Þegar ég sneri mér við sá ég
mömmu álengdar, en ég lét sem ég yrði
hennar ekki vör.
Þið eruð þá svona ákveðin, sagði hún, og
tilbúin að fljúga burt. Ég hló og hljóp heim
í einum spretti. Mamma kom á eftir með
leiðindasvip en sagði þó ekkert.
í gær kom forseti Kvenfélagasambandsins
í þorpið okkar og flutti fyrirlestur um nýju
Iijónabandslögin. Ég sagði við mömmu: í
dag á að vera sjónleikur í skólanum. Við
skulum fara þangað. Hún sagði: Ég held
þeir ætli aftur að sýna hjónabandslögin þín.
Ég vil ekki fara. Þó fór hún.
Forsetinn sagði í áhrifaríkri ræðu frá því,
þegar konurnar voru keyptar og seldar eins
og húsdýr. Áheyrendur gátu ekki tára bund-
izt undir ræðu hennar og sárar minningar
vöknuðu í brjóstum eldri kvenna. Síðar vék
hún að núverandi tíma og talaði um hið
nýja ástand, hið nýja frelsi kvenna.
Mamma var þögul á leiðinni heim, og
þegar heim var komið sagði hún: Barnið
mitt, það sem fyrirlesarinn sagði er heilagur
sannleikur. Um mörg ár barðist ég ein og
enginn deildi með mér óhamingjunni. Ég
ætlaði mér blátt áfram að halda þér og bróð-
ur þínum hjá mér. Ég hugsaði ekki út í það
að hvert okkar verður að ganga sína götu.
Þú veizt hversu ég'hef þjáðst öll þessi ár og
hversu lífið var mér orðið fánýtt.
Meira gat hún ekki sagt fyrir gráti. Ég
gat lieldur ekki varizt gráti. Svo faðmaði
hún mig að sér og sagði: Sæktu Feng-Kvej,
mig langar að tala við hann.
Hugsaðu þér hvað ég varð glöð. Ég þaut
syngjandi til Norðurþorpsins. Ég fór beint
heim til hans og hitti hann heima. Án þess
aðkasta kveðju á fólkið sagði ég: Feng-Kvej,
komdu með mér!
Hann hætti verki sínu og fylgdi mér eftir.
Hvað hefur komið fyrir? Hvað viltu?
Ég svaraði engu. Hann spurði aftur, en ég
bara hfó.
Þegar heim kom til mömmu, lagði hún
hendurnar á axlir honum og virti hann fyr-
ir sér lengi og festulega.
Já, góðu ástföngnu börn, ég gef ykkur
samþykki mitt.
í dag fórum við til sýslumannsins. Sjáðu,
hérna er leyfisbréfið. Svo sendi mamma
strax til bróður míns og mágkonu og bað
þau um að flytja aftur heim.
Eftir þetta heyrðist aðeins hvísl og hlátr-
ar og nálgaðist þá allt í einu djúp karl-
mannsrödd. Ég klifraði upp á brennildaða
og virti þetta fólk fyrir mér sem hafði verið
að tala saman, um leið og það gekk út úr
ávaxtagarðinum. Ég sá konu í einkennis-
búningi opinberra starfsmanna. Við hlið
hennar gekk grönn stúlka í rauðköflóttri
treyju og bar höfuðið hátt. Með þeim var
einnig hávaxinn ungur maður í bláum föt-
um, með höfuðbúnað úr hvítum klút eins
og venja er meðal sveitafólks. Eftir að þau
voru komin úr augsýn heyrði ég enn hlátur
þeirra. . ,, _ ,
Knstofer Gnmsson
þýddi úr esperanto.
90
MF.LKORKA