Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 14
MAGNÚS ÁSGEIRSSON skáld
Kveðjuorð frd Múlfríði Einarsdóttur
Magnús Ásgeirsson á Reykjum í Lundar-
reykjadal þótti snemma afbragð annarra
sveina, er hann var að vaxa upp þar í þröngu
húsi lágu á grýttri jörð og fá efni til hægðar,
en þó óx honum þarna þrek og vit umfram
aðra menn, en einnig fríðleikur. Hann var
svo íturvaxinn að af bar, og svo þótti mér
sem hefði iiann orðið einn eftir af týndri
þjóð, sem svo iiefði ofboðið kotungskjör sín
óhæfileg að iiún hefði gengið í jörð niður,
eða að hann væri fyrirrennari nýrrar fólk-
ættar frumborins kyns, en iiafi svo verið,
mun náttúrunni mistakast sú tilraun, því
henni mistekst fiest liið góða, sem hún stefn-
ir að.
Á þessum árum þá er landið kom bert og
nakið undan margra alda áníðslu og varla
farið að gæta viðieitni til úrbóta, voru að
vaxa upp á bæjunum í þessu byggðarlagi ó-
trúiega mörg skáld miðað við fóiksfjölda,
svo ég held að aldrei liafi jafnmargir orðið
að skáldum meðal jafnfárra, og sum þess-
ara skálda urðu svo góð, að ekki komu betri
skáld úr öðrum byggðarlögum svo ég viti,
og verð ég þá að geta þess að sá sem mesta
frægð mun eiga í vændúm, er að vísu ætt-
aður úr þessu byggðarlagi þó ekki fæddist
hann þar.
Þá var ekki farið að gæta í hugarfari okk-
ar barna — þeirra sem urðu að skáldum jafnt
sem okkar hinna sem ekki urðu það — þess-
arar ofsalegu dýrkunar á eignarrétti til hluta
(a. m. k. móts við það sem seinna varð) sem
svo mjög hvimleið er, heldur vakti fyrir
okkur vilji tii að verða að manni einhvern-
veginn, stíluðu sumir stórt og fóru fáir flat-
ar á því en ég.
Það voru engin föng fyrir hendi á liinni
grýttu jörð Reykjum tii að afia bræðrunum
fimm þeirrar menntunar sem þeim liæfði,
en tveir af þeim brutust í því samt með
þeim árangri að annar hefur náð vísinda-
frægð víða um iönd, en Magnús mun ætíð
verða talinn í fremstu röð skálda meðan
nokkur kann þetta tungumál sem hann orti
á. Hann þýddi ijóð á íslenzku betur en aðr-
ir liafa gert í jafnmiklum mæli.
En þó að góð séu ijóð lians og svo hug-
þekk að við iesum þau ár eftir ár og lærum
utanað og þykir því betra sem oftar er iesið
og hið undarlega ijós lieimsmenningarinn-
ar leikur um línurnar og milli iínanna, þá
var þó ekki minna vert um manninn sjáif-
an, því liann var ljúflyndur og göfuglyndur
svo sem sagt var um liann andaðan í ræðu.
Það veit ég um föðurætt lians, að af henni
eru fiestir aflmrða þrekmiklir og hafa þeir
skarpa greind, langlífi er þar meira en í
flestum öðrum ættum og betri ending, hafa
sumar af konunum haft búsforráð fram á
níræðisaldur með lítt skertri atorku. Það er
vafaiaust að Magnúsi liefði enzt jirek til
miklu fieiri verka sem ævinleg eftirsjá er að
að aldrei verða unnin, ef honum liefði orð-
ið lengra lífs auðið. Megum við gizka á að
þrír eða jafnvel fjórir áratugir góðrar starfs-
ævi hafi glatazt við þennan ótímabæra dauða
og þennan sjúkleik, sem á undan var geng-
inn.
78
MF.LKORKA