Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 27

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 27
■;S—1- —!—I—!—5—!—I—!—!--I—!—I—!—!—I—J—I—!—S—1—I—!—I—J—3—!—1—I—I—!—l- ú-ólabafzdulivM Síðustu vikurnar fyrir jól er á öllum heimilum mikill anna tími. Flestir gera sér meira og minna eitthvað til hálíðahrigða á þessari ljóssins hátið vctrarins og er kökubaksturinu drjúgur þáttur í jólaundirbúningnum. Það er golt að byrja tímanlega að baka brauðtegundir sem þola að geymast, eins og t. d. brauðkollur og smá- kökur. Munið að ef linar kökur eru bakaðar nokkrum dögum fyrir jól verða þær að geymast i vcl þéttum köss- um eða plastpokum. BRAUÐKOLLUR 200 gr. hveiti. 3—4 matsk. vatn. 200 gr. smjörlíki. Saxið smjörlíkið sarnan við hveitið með hníf þar til það cr jafnt, va-lið með vatninu og hnoðið fljótt samau. Leggið deigið til hliðar stundarkorn á kaldan slað. Síð- an er deigið flatt þunnt út og búnar til kringlóttar kök- ur hæfilega stórar í brauðkollumót. Deiginu er þrist vel inn í mótið, smurður smjörpappír látinn innan í og brauðkollurnar fylltar með matbaunum svo lagið hald- ist meðan þier eru að bakasl. Þær eru bakaðar við góð- an hita þar til barmarnir eru ljósbrúnir, þá er pappir- inn og baunirnar teknar úr og brauðkollurnar bakaðar til fullnustu við hægan hita. Brauðkollur eru handhægar að eiga í kökukassanum og gripa til. Það er liægt að fylla þær með allskonar ávaxtamauki og borða með þeyttum rjóma ofan á. Einn- ig cr hægt að fylla þær með kjöt- og fiskjafningum. Eru þaæ þá hitaðar í ofninum á undan og jafningurinn heilur síðan látinn í. Brauðkollur mcð hangikjöti og grænum baunum cr handhægur réttur um jólin. 1-Iangi- kjötið er þá skorið sinátt niður og jafningurinn búinn til úr soðinu af grænu baununum og mjólk ef með þarf. Fiskibollur i brauOkollum: Búinn til jafningur úr smjöri, hveiti og fiskisoði eða mjólk eða hvort tveggja. Ut í jafninginn er svo látin ein eða tva:r eggjarauður en úr því má hann ekki sjóða. Með fiskibollunum, sem eru brytjaðar í smá bita er gott að hafa asparges sem einnig er skorið í litla bita. Þegar þetla er orðið vel heitt í gegn er það látið í hcitar brauðkollur og borið strax á borð. Þetta er mjög góður forréltur. SMJORSTENGUR 2 egg. 14 kg. hveiti. 2 matskeiðar rjómi. \/2 kg. smjör. 'Á kg. sykur. Eggin, sykur og rjómi hrært í hálfan tíma. Hveitið lálið í og smjörinn núið saman við. Þelta er svo hnoðað lauslega saman, breitt út heldur þunnt og skorið í nokk- uð langar, nærri 4 cm. breiðar stengur eða ræmur, sem eru bakaðai ljósgular. Látnar kólna. Ofan á er borin sykurbráð, sem er búin til úr: % kg flórsykri 3 cggjahvítum. 200 gr möndlum Hýðið er tekið af möndlunum ,þær saxaðar og látnar sainaii við sykurinn, og stífþeyttareggjahvíturnarhrærð- ar sanian við. Þetta niauk er borið ofan á kökurnar og þær þurrkaðar við vægan hita inni í ofninum. SÚKKULAÐISMÁKÖKUR 1 bolli smjörllki I teskeið gerpúlver 2 bollar púðursykur i/2 teskeið sódaduft 2 þeytl egg 1 bolli rúsínur 3 bollar hveiti 1 bolli súkkulaði smátt brytjað. Smjörið er hrært með sykrinum góða stund og eggin hrærð saman við, síðan hveiti, gerpúlver og sódaduft, síðast rúsínur og súkkulaðibitarnir. Látið með teskeið á vel srnurða plötu, ýtt létt ofan á kökurnar með skeið eða gaffli. Bakaðar við meðal hita. MAKRÓNUR 200 gr flórsykur 75 gr appelsínubörkur 200 gr möndlur 75 gr súkkat 2 eggjahvítur lílil teskeið af hjartarsalti. 1 sítróna Eggjahviturnar eru stífþeyttar og flórsykrinum og hjartasaltinu blandað saman við, ásamt rifnum sítrónu- berkinum og tveimur matskeiðum sítrónusafa, appelsínu- berkinum og súkkatinu sent brytjist mjög smátt og fínt söxuðum möndlunum. Hrært saman góða stund. Settar með teskeið á smurða plötu og bakaðar við vægan hita. I> IPARHNETUR 250 gr sykur 250 gr smjör 1 /2 dl rjómi 500 gr hveiti I teskeið pottaska (fæst í apótckum) I teskeið negull 1 teskeið pipar 60 gr fínt muldar möndlur Smjörið er brætt og sorinn tekinn ofan af. Krydd, syk ur, hveiti, möndlurnar og rjóminn látið saman við. Þctta er hnoðað vel saman, og búnar til sívalar lengjur og skornar skáhallt í smá bita sem eru látnir á smurða plötu og bakaðir Ijósbrúnir. MELKORKA 91

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.