Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 10
Konurnar vinna gegn þessu. Þær ganga manna á milli og lýsa ástandinu, fara á opin- berar samkomur og sýna myndir af eymd- inni og tala við fólkið allstaðar þar sem það kemur saman. Rithöfundur frá ]órdan flytur áhrifa- mikla ræðu: Konur þar hafa enga möguleika að koma sér í stöður til þess að vinna að ósk- um síhum. Konum er stjórnað af eymdinni og nýlenduveldinu. Arabar hafa búið þarna í árþúsundir þar til nýlendustefnan fór að vinna á. Miljónir búa nú í tjöldum við sult. Stríð getur skollið þar á hvenær sem er. Iíonur búa við svo slæm skilyrði, að þær ala stundum börn sín við þjóðveginn. Kýpurkonurnar hafa sína sögu að segja. Þeirra saga er einnig ótrúleg hörmungar- saga. Þar býr fólk í hellum. Allir berjast. Eyjan var seld Englendingum en íbúarnir eru grískir. Uppfrá landsölunni hefur ríkt eymd hjá íbúunum. Konur frd Austurlömlum d nueðrafyinginu. Það er nærri því sama hvar við drepum niður fingri í hinum svokallaða frjálsa heimi, allstaðar er fólki alfrjálst að deyja úr liungri og börnin þess finnast dauð úr sulti á götum úti og fólk er sett í fangelsi ef það maldar í móinn gegn sinni efmd. Ef við horfum til Japans hefur hinn „frjálsi heimur" þar til umráða 800 víg- stöðvar, frjálst er honum að eitra sjóinn með vetnissprengjum. Þar er alfrjálst að lækka lífsskilyrðin og byggja hernaðarmannvirki, börnum að hljóta enga menntun. í hinum frjálsa heimi er nýlendukúgun alls ekki „gegn almenningsálitinu." Og svo mætti lengi telja. En lítum til Kínaveldis. Þar hefur fólk rétt til að fá menntun, þar erU byggðir skól- ar og eru gífurlegar summur nefndar í sam- bandi við skóla og nemendafjölda. Alstaðar sjást merki eftir nýlendukúgunina í Kína. En Kína reynir að reisa sig við og leggja grundvöll að friðsamlegn starfi og framtíð barna sinna. í Suðnr-Afríku verður okkur starsýnt á hryggilega mynd, börn deyja þar áður en þau læðast af því að mæðurnar líða svo af skorti. 35% fara í skóla. Ekki er kosn- ingaréttnr. Mæður fara til vinnu og hafa engan til að gæta barnanna og verða lítil börn að gæta enn minni barna allan liinn langa vinnudag. Við hlustum á rödd Ungverjalands og reynist vera rödd bóndakonu sem óx upp svöng á auðugri jörð. 17 manns 'bjuggu i einu herbergi og eldhúsi þegar hún var at alast upp. 44% af unglingum ráfuðu um stræti og drukku. Hún sjálf þurfti að vinna karlmannsvinnu hjá lénsherrum þegar hún gekk með þriðja barni sínu og þurfti að hafa öll börnin með sér. Nú eru 4 börn liennar í skóla og læra allt það sem hún fékk aldrei að læra. Nú fara 9 úr þorpinu hennar í háskóla. Það er hamingja að vera móðir í mínu landi, endar hún ræðu sína. 74 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.