Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 16
Hugleiðingar um þjóðfélagslega aðstöðu konunnar Eftir Guörúnu Pálsdóttur frá Hallormsstað Ætla mætti, að þeir menn, sem uppeldismálum stjórna á þjóðarheimilinu, gerðu gangskör að því, hver séu grundvallaratriði alls uppeldis. Til þess, að um styrkleika geti verið að ræða í þeim efnuin, verða að vera til viðurkennd grundvallarsann- indi, óumdeilanlegar hugsjónir, sem allir uppalendur sameinast um. E£ ekkert væri til, sem stendur fast, ó- hagganlegt í hinum innra andans hcimi, þá væru menn alltaf eins og á flæðiskeri. Uppeldislega séð njóta konur nú sömu aðstæðna sem karlmenn. Lciðin til menntunar stendur þeim opin inn- an lands og utan. En reynsluskóli kvenna liggur í flest- um tilfcllum í gegnum húsmóður- og móðurhlutverkið. Ef þær fá að njóta sín þar með eðlilegum hætti, lifnar þar og dafnar samfélagsvitundin. Að jrví jrarf sérhver einstaklingur að stefna, að glæða hana hið innra með sjálfum sér. , Enginn verður ágætur af því að loka sig úti frá sem víðtækastri samfélagsvitund. Samvizkan getur ekki byggzt á öðru en samvitundinni. I>ví víðfeðinari og vök- ulli, sem samvitundin er, sem gengur í samband við gott hjartalag, er samvizkunni betur treystandi. Þeir menn, karlar og konur, sem í hreinleika hugarfarsins ástunda að iifa réttlátu lífi, þeir byggja upp sinn eigin siðferðisþrótt. En aðeins vöku! samvitund getur dæmt um það á hverjum tíina, hvað er réttlátt í samskiptum manna í milli. Einstrengingslegt réttlæti í smámunum gctur verið í andstöðu við kærleiksríkt hugarfar og hjartalag. I þessu sambandi er það því óumflýjanlegt, að fylgjast með þróun tímans, til þess að eignast við- unandi yfirsýn yfir mannlífið. Þó að ótrúlegt megi virðast, þá er þjóðfélagsleg rétt- arstaða giftra kvenna í hinuin vestrænu lýðræðisríkjum enn ekki viðurkennd svo viðunandi sé, þar sem atvinnu- hættir allir byggjast á sérhagsmunahyggjuiini. Svo mik- ið ósamræmi cr í hugsun og valdbeitingu þeirra manna, sem telja hana hinn eftirsóknarverðasta grundvöll hins sanna frelsis, einstaklingnum til handa, að þeir mis- bjóða freklega rétti þeirra kvenna, sem á valdi síns kvenlega eðlis setjast á brúðarbekk. Enn þann dag x dag innliina karlmennirnir starfskrafta konunnar í ríki sitt, án neinnar tryggingar gcgn því, að karlmaðurinn mis- noti aðstöðu sína. Þetta er arfur frá fyrri tíma ambáttarstöðu konunnar, sem hlýtur nú bráðlega að verða þurrkaður út. I jress- um efnum sem svo mörgum þarf að glæðast skilningur og gagnkvæmur vilji til að leysa J>au vandamál, sem fyrir liggja. I il jxess verður að taka fullt tillit, að til hjúskapar stofnar fólk svo að segja á öllum aldri. Þau geta hvort um sig átt áhugamál, utan heimilisins, sem þau verða að hafa jafna aðstöðu til að vinna fyrir. Aðstöðu til slikra hluta hefir karlmaðurinn nú langt uinfram konuna, nema J>ví aðeins, að hún hafi komizt að samkomulagi um jrað, að fá að hafa einhverja sér- eign. Yfirleitt fara konur ekki fram á slíkt við inenn sína og þess munti fá dæmi, að konur lögsæki menn sína fyrir óreiðu í fjármálum. Velflestar munu fremur horfa á eitt og annað fara í súginn. Leyfi til lögsóknar er j>eiin j>ví engin jxjóðfélagsleg vernd. Og það, að kon- ur eigi undir engum kringumstæðum löghelgaðan eign- arrétt á tckjum af séreign sinni virðist mikil fjarstæða. Þetla myndu karlmennirnir læra að skilja, ef staðreynd- unum væri snúið við, og Jreir ættu að standa í sporum kvennanna. Og það ætti að auðvelda sem mest hjónum að skilja að fjárhag og leyfa þeim jafnt eftir sem áðurað búa saman, eftir j>v/ sem [xau sjálf kjósa. Hinir ytri fjármunir mega undir engum kringumstæðum verða að fjötrum. Jafnrétti innaii hjónabandsins, sem og á öllum svið- uni jxjóðlifsins, skapar samræmi. Ójöfnuður frá þjóð- félagsins hálfu í flestum tilfellum sundrungu. Þar sem hin innri hjónabandslöggjöf er óafmáanlega skráð í hug og hjarta, þarf engin lagafyrirmæli. En þeirra getur verið jjörf þar sem annarsstaðar, þegar guðs lög eru ekki skráð skýru letri. Það er ekki svo rnikið sem konunni nú, lögunt sam- kvæmt, sé gert að skyldu, að vaka yfir fjárreiðum heim- ilisins með bóndanum, með Jxví að skrifa nafn sitt undir eigna- cða skattaskýrslur. Þetta hefði þó verið viður- kenning fyrir sameign hjónanna og getað orðið ístöðu- litlum mönnum vörn gegn ýmiskonar freistingum og ófyrirleitnum mönnum nauðsynlegt sem vökul gagn- rýni konunnar. Og síðast en ekki sízt. Til þess að vinna í móti upp- lausn heimilanna og hlynna að þeim á allan hátt, eink- 80 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.