Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 18
Þáttarbrot ur ævintýri Eftir Jakobinu Sigurðardóttur Snæbjört drottning situr í dyngju sinni flestar stundir og gerist hún liugsjúk er eigi koma aftur synir liennar, en svo er málum komið að hún er fangi í höll sinni og spott- uð af útlendum mönnum. Þá er það ein- hverju sinni að Ofjarl konungur gengur á fund drottningar í dyngjuna. Er liann skart- búinn mjög og lrefir drottning eigi fyrr séð slíkan íburð gulls í búnaði eins manns. Heilsar hann drottningu all-blíðlega. „Nú hef ég,“ segir hann, „stjórnað ríki þessu um hríð og mátt þú sjá að allvel hefir til tekizt. Hafa nú landsmenn þínir fullar hendur fjár og alla velsæld er þeir eigi áður þekktu. Væru þeir nú örbirgir og um allt smáir, ef eigi hefðu mín ráð og forsjá til komið, svo sem von er til þá er konu, mann- lausri, er falin forsjá þjóðar. Veit ég að eigi fær slíkt dulizt svo viturri konu sem jjú ert.“ „Sjá má ég,“ svarar drottning, „að eigi litkast ber í lyngi, en lauf bleik á trjám, og er þó hásumar, og þegja þrestir í runni blaðlausum." „Eigi ber ég skyn á skáldskap," segir kon- ungur og hlær við, „en finna má ég að þótti glepur þér sjónir. Bæri þér fremur að líta á hag þegna þinna en tré í garði eður lyng á heiðum og er hér nóg um gleði svo að eigi er eftirsjá að tísti fugla er mínir söngvarar skemmta. Nú vil ég gera þér kosti og mátt þú taka gleði jjína. Þykir þér ég eigi all-álit- legur karlmaður?" Drottning horfir á manninn um stund og þykir honum tillitið eigi auðráðið. Loks segir hún og víkur þó eigi til sjónum: „Einum unna ég manninum — og bar sá eigi annað klæða en linda sinn er ég leit hann hið fyrsta sinn, þó hef ég engan séð svo tiginmannlegan á velli, og mun enginn annar byggja liug minn eður búa gleði aug- um mínum.“ „Mæl eigi í gátum, drottning,“ segir kon- ungur, „og mun sá dauður nú en þú ert lif- andi. Hlýð nú kostum mínum. Það er sann- ast að mér þykir þú kona fögur og girnileg og ert þú að auk tiginborin. Vil ég að við gerum samning með okkur, Jrví eigi má ég al!a tíð umsjón eigin augna hafa með smá- ríki þessu er ég hefi vald yfir svo mörgum og stórum löndum öðrum. Treysti ég eigi svo vel þegnum mínum, ef ég eigi vinn þína Imllustu að ég vilji vita þig hér án minnar umsjár. Því vil ég gera þér Jrann kost, að við göngum í eina sæng og megi okkur sonar auðið verða er við þessu ríki taki er honum vex aldur, en þú skalt öll forráð og virðingu liljóta, sem værir þú mín lögmæt drottn- ins'.“ Undir jjessu máli konungs setur Snæ- björtu drottningu dreyrrauða og rís hún á fætur; brennur henni eldur í augum og er þó sem högl hrjóti af hvarmi. „Mikla svívirðu gerir þú mér með tilboði þessu,“ segir hún, „og finnst á að þú ert eigi göfugrar ættar er þú hyggur dóttur Elds konungs óneydda ganga að slíkum kostum. Er því fljótsvarað, að fyrr mun ég lífið !áta.“ „Þá mun ég flytja þig brott af landi þessu sem ambátt og skalt þú áður gegna þeim starfa í augsýn þinna landsmanna," segir konungur og er hinn reiðasti. „Ráða munu sköp, og kýs ég þó heldur að vera kúguð ambátt í allra sýn en skartbúin friHa,“ svarar drottning. Gengur þá konungur í brautu og fær vart dulið öðrum reiði sína. 82 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.