Melkorka - 01.03.1958, Side 6

Melkorka - 01.03.1958, Side 6
vinnuvélum, bera mest á sjálfum sér og oft lítið í einu; en þeir eru svo gífurlega marg- ir að verkinu miðar furðu fljótt. I Peking er tekið á móti okkur af for- manni félags menningartengsla við útlönd, prófessor Chu Tu-nan, sem virðist vera mik- ill frammámaður í sínu landi. Hann var á íslandi fyrir tveim árum með kínverska óperuflokknum. En við sáum lítið af hon- um því hann fór til Afríku að koma fram fyrir hönd Kína á Asíu-Afríku-þinginu í Kairó þrern dögum seinna. Einnig tóku á móti okkur aðrir stjórnarmeðlimir félagsins, og auk þess skáldið Chun-chan Yeh, formað- ur rithöfundafélagsins; þeir fóru með okkur á Pekinghótel, sem er gríðarstór bygging, í raun og veru þrjú samliggjandi hótel mis- munandi gömul. Herbergið okkar er stórt, vistlegt og lilýtt, og kemur það sér vel þar sem við erum að koma rakleitt úr hitabelt- inu, en hér í Peking er frost og kuldi á hverjum degi í desember. Okkur er boðið að láta í ljós óskir okkar um allt sem við viljum heyra og sjá í Peking þær jrrjár vik- ur sem við ætlum að dveljast í borginni, og eftir þeim óskum er samin dagskrá fyrir hvern dag. Musteri himinsins, sem við sáum fyrst, en þar færðu keisararnir liimnaguðunum fórn- ir fyrir góða uppskeru, það stendur á víðum völlum (á stærð við Mosfellssveitina segja íslendingar sem séð hafa), og girt með tvö- földum múr umhverfis. Á miðjum Jressum velli er fórnarstallur úr hvítum marmara og tvö gríðarskrautleg hringlaga musteri sitt hvorumegin. Aðalmusterið er reist á þrem útskornum marmarastöllum en byggingin sjálf í mörgum litum með gullflúri, þrjú djúpblá þök hvert upp af öðru úr gljá- brenndum leirfiísum og gullkúla efst. Keis- araliallirnar í miðri Pekinsr eru umkringd- ar rauðum hallarmúrum með gullskreyttum liliðunr og turnum. Innan múranna tekur við einn hallargarðurinn af öðrum og hver höllin af annarri, litirnir í Jreim eru gult, rautt, blátt, grænt og gull, gljábrennd leir- 6 þök, grindverk og tröppur úr hvítum mar- mara útskornum með drekamunstrum. Á víð og dreif eru stórvaxin bronslistaverk, hegrar, skjaldbökur og Ijón, víða standa reykelsisker sem eru yfir tvær mannhæðir. Flestar hallirnar eru nú notaðar fyrir söfn eða sýningasali. Við sjáum þarna um leið margar listsýningar, þarámeðal Jrrjú Jrúsund ára gamla leirkerasmíð. Peihai garðurinn tilheyrði líka keisaraborginni eða forboðnu borginni einsog hún var köiluð áður. Þessi garður er nú skemmtigarður Pekingbúa, með mörgum veitingahúsum og tehúsum. Sumar hallir í Peihai-garði eru nú hafðar handa börnum, þar er starfrækt eitt af þrjú- hundruð barnalteimilum Pekingborgar. Sumarhöllin á sér heldur engan líka í veröldinni. Hún stendur rétt utan við Pek- ing. Þar eru ekki aðeins mikill fjöldi Iialla og annarra skrauthýsa, heldur skógur, stöðu- vatn og fjall, allt gert af mannahöndum. Það er erfitt að sjá hvar mannshöndinni sleppir og náttúran tekur við. Þarna er líka marmaraskipið fræga, sem stendur í botni í vatninu, byggt til minningar um lrerskipa- flotann sem aldrei varð til. Keisaradrotning ein byggði nefnilega sumarhöllina og þenn- an steinnökkva fyrir peningana sem var bú- ið að safna hjá almenningi til að koma upp flota. Við komuna til Peking tekur maður fyrst eftir Irvað göturnar eru ólíkar og í öðrum stórborgum. Húsin eru byggð í þyrpingum innan múra, og vita múrarnir útað götunni, svo oft er ekið lengi án þess nokkuð sjáist nema fremur lágir múrveggir á báða vegu. Húsin eru svona lág af Jrví þau máttu ekki vera hærri en borgarmúrarnir, af liernaðar- ástæðum. En fegurðin er öll á bakvið einsog í svo mörgu hjá kínverjum. Elest Jressi gömlu hús standa saman af fjórum smærri húsum, með einu til tveim herbergjum í hverju, og milli Jreirra opið svæði eða liúsa- garður. Þessi garður er venjulega hellulagð- ur, sumstaðar blóm meðfram eða eitt stórt tré í miðjum garðinum. Víða er stórt kringl- MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.