Melkorka - 01.03.1958, Qupperneq 21
Grænlenzka konan
Hljóðlát og hugprúð hefur hún rækt hlutverk sitt
um aldirnar. — Glaðvær og gestrisin og veilul hinna
heztu vista sem fyrir hendi voru hverju sinni. — A
tímum hungurs og hallæra var síðasti bitinn látinn í
munn sveltandi barns, síðasta ylnum eytt til að verma
frosin plögg makans, sem barðist fyrir lífi fjölskyld-
unnar í hríðum skammdegis og myrkurs.
Minnistæð er frásögn danska rithöfundarins Peter
Freuchens, þegar hann segir frá Novarönnu konu sinni
er þau voru eitt sinn á ferð um vetur og urðu veður-
teppt og bjargþrota, svo eigi lá annað fyrir en hungur-
dauðinn, að hún fann gamlan selhreifa og fekk tnanni
sínum til að eta og hann gleypli hann umhugsunar-
laust fyrir hungurssakir, en spurði svo Navarönnu hvað
hún hefði fyrir sig, en hún svaraði að hún hefði þegar
etið nægju sína, en hann sá að hún sagði ósatt honum
til hugarhægðar. — — — Og við sjáum skyldleikann,
sama hjartaþelið og hjá ömmum okkar og langömm-
um, þegar þær lögðu blauta sokka og vettlinga þreyttra
langferðamanna að beru brjósti sér, ef eldurinn var
kulnaður í hlóðunum, svo þeir gætu farið í þurrt. er
þeir legðu upp í næsta áfanga. Og oft var scinasta
mjólkurlöggin tæmd, sem til var í kotinu og síðasti
brauðbitinn borinn á borð, ef liressingar þurfti lang-
þreyttur ferðamaður.---------
En nú eru nýir tímar að ganga yfir Grænland og
grænlenzka konan mun fá mörg hlutverk að rækja við
breyttar aðstæður. Nú þegar eru ýmiskonar kvennasam-
tök í landinu, sem starfa að samskonar menningarmál-
um og þesskonar samtök hér. — Heimilisprýði, hjúkrun
sjúkra og hjálp lil bágstaddra ertt hugðarmálin þar eins
<>g hér. — Handavinna grænlenzkra kvenna er mjög
rómuð fyrir listfengi og hugkvæmni miðað við aðstæður.
Kg á mér sterka ósk um það að náin kynning og
traust vinátta megi skapast milli þeirra og íslenzkra
kynsystra þeirra.
Hér hafa undanfarin sumur, og sérstaklega sfðastliðið
sumar, margar grænlenzkar konur gist ísland á leið
sinni að eða frá heilsuhalum fyrir berklasjúklinga í
Danmörku. Einkarvel til fundið væri það, cf íslenzkar
konur gætu fylgzt með ferðalögum þessara sjúklinga og
skapað þeim glaðlegar endurminningar uin skyndidvöl
þeirra hér, þegar svo hefur borið til að hún hefur átt
sér stað.
Ef íslenzkar konur hefðu hug á að stofna til kynna
við grænlenzkar konur, ættu þær að leita eftir hag-
kvæmum upplýsingum þar að lútandi með því að skrifa
til „Grpnlands kulturelle rád“ í Godtháb og biðja það
um upplýsingar um grænlenzk kvennasamtök og fvrir-
greiðslu að koma á kynuingarsambandi. — Einnig gætu
þær scnt auglýsingu í aðalblað Grænlands, Atuagagdliu-
tit (Grpulandsposten) um að þær æsktu slíkrar kynning-
ar. Blaðið er gefið út í Godtháb.
Eg orðlengi ekki frekar um þetta, en hvet íslenzkar
konur lil að gcfa þessu gaum.
Ragnar V. Sturluson.
-MEI.KORKA
21