Melkorka - 01.03.1958, Síða 24

Melkorka - 01.03.1958, Síða 24
Og ég hélt áfram. „Amma mín,“ sagði Teitur. „Þú sleppir því, að hann Stebbi frændi hafi verið þessi óartarkrakki.“ „Onei,“ sagði ég. „Ætti ég ekki að minn- ast á það, sem mér lá þyngst á hjarta, frá því liann komst á legg og þar til hann dó, saddur lífdaga í fyrra. Það er ekki vandi að ala upp börn, sem eru næm á allt, sem gott er, eins og hún mamma þín. Og mér liggur við að segja öll mín börn, nema hann Stebbi heitinn. Það er engin saga að segja frá uppeldi. En eftir að hann Stebbi minn fæddist, sat ólánið á móti mér við taflið. Guð einn veit, hvort ég lék alltaf skynsam- lega. Ég ætla að leggja það undir dóm al- mennings í sögunni minni. Sumir munu segja, að ég hafi tapað leiknum þegar ég tefldi við ólánið um hann Stebba minn. Aðrir segja eflaust, að ég hafi bjargað því, sem bjargað varð. Og allir ættu að geta lært eitthvað af þessu.“ „Jæja, amma, við tölum um þetta seinna. Haltu áfram,“ sagði Teitur. Og ég hélt áfram. „Góða amma, þú mátt ekki lýsa Iionum afa eins og nirfli,“ sagði Teitur. „En hann var nízkur. Það ætti ég bezt að vita. En lief ég ekki verið að reyna að bera blak af honum? Hann var stöðugt hræddur við harðæri og hungur og hugsaði sem svo, að börnin gætu lifað á litlu, en ekki á engu. Allt, sem unnt var að spara átti að geyma þar til harðærið kæmi. Hreppinn óttaðist hann eins og Víti sjálft. Fátæklingum var talin trú um, að þeir misstu æruna, eins og þeir misstu mannréttindin, ef jieir þáðu af sveit. Og þeim var svo annt um æruna. Hverjum er ekki annt um aleigu sína? Spar- sernin var orðin honum ástríða. Oft varð ég að taka í taumana. Ólánið sat á móti mér við taflið. Og dýrbíturinn lá í leyni til að skella tönnum yfir hjónabandsláninu. En ég hélt vel á taflinu í það sinn. Það vissi ég, þegar hann Sigurður minn valdi mér á banasænginni orðin, sem ég sagði þér áðan. Og satt var það, sem hann sagði, blessaður, að Jjað er vandi að lifa.“ Enn ntaldaði Teitur í móinn: „Þú þarft Jió ekki að taka það fram, amma, að hann afi hafi verið ófríður. Nóg er nú samt.“ „Hann afi þinn var aldrei mikill fyrir manni að sjá,“ svaraði ég. „Það var bara ég, sem alltaf sá eitthvað við hann um fram alla aðra menn. Það er nú svona, Jregar fólk fellir liugi saman. En þetta þarf ég ekki að segja Jrér, fullorðnum manni.“ Nú gerðist Teitur óþolinmóður: „Mér er alveg sama. Ef við höfum söguna svona, kalla sumir ritdómarar hana fegurðarsnauð- an sultarsöng. Þeir vilja að vísu gjarnan, að söguhetjurnar séu fátækar. En fátæktin má ekki gera Jreim neitt mein. Og þær verða að vera ánægðar, þegar sögunni lýkur. Ef ])ú reynir ekki að Iiafa söguna einhvernveg- inn svona, amma, verða ritdómarnir önug- ir og gera lesendurna vitlausa. „Þá skulum við láta Jiá í friði með það litla vit, sem Jreim er gefið,“ sagði ég. „En ég læt engan gera skrípaleik úr refskákinni rninni." Ég rölti út og var nú hætt við að segja ungu kynslóðinni söguna mína. Þegar ég kom heim í bæinn okkar og gekk framhjá stofudyrunum, heyrði ég klukkuna slá. Það var þá kominn tími til að fá sér miðdegis- blundinn. Skammarlegt, hvernig ég hafði farið með tímann. . . . Alltaf er eitthvað um að vera fyrir Teiti. Það varð mér að hugsa, Joegar ég vakn- aði aftur. Sigmundur heitinn á Barði orti rímur, ritaði sjö ævisögur og rakti ættina sína til Haralds hárfagra. Þó var aldrei neitt um að vera fyrir Sigmundi. Þá tekur því víst ekki, að vitna í, að ég setti stundum saman bög- ur að gamni mínu, enda vissi það enginn. En ef hann Teitur fer í kaupstaðinn og segir svona við hann Jón gamla tirðil: „Sæll vertu, heillakarlinn," og Jón gamli anzar rétt svona: „Sjaldséðir livítir hrafnar," Jiá er Jætta óðar komið í blöðin. Komið í blöðin, 24 M KLKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.