Melkorka - 01.03.1958, Blaðsíða 26
ætti að láta hann Stebba minn heitinn hafa
listamannsgáfu, sem við slæm kjör hefðu
orðið að óknyttum.
Ég sagði, að nóg hefði nú verið að hon-
um, aumingjanum, þó að ekki væri skrökv-
að upp á hann meiri gáfum en hann hafði.
Þið haldið þó vonandi ekki, að hagyrðingar
og laghentir menn hafi leyfi til að hegða sér
verr en aðrir menn, sagði ég.
Þá sagði Falur Fúsentes, að ég yrði að vera
svolítið berorð um ástamál, ef þetta ætti á
annað borð að vera með skáldsögusniði.
Ég afsagði að láta fólk sofa saman með
einhverjum endemum, sem hvergi væru til
nema í lygasögum. Ég sagði, að það væri
bara vöntun á skáldgáfu, að þurfa að rífa
söguhetjuna úr hverri spjör til þess að les-
andinn nenni að taka eftir henni.
Fúsentes leit á Teit. Og Teitur leit á
Fúsentes. En rétt í því kom Sigga mín inn
með kaffið.
Síðan hef ég ekki talað um bókmenntir
við nokkurn mann.
Jurtir til fegrunar
HreÖkur. Andlitsvatn úr hreðkum er gert á þennan
hátt: Tíu hreðkur eru rifnar í kássu tneð fínu rifjárni.
Kássan er látin í skál og hellt yfir vatni, sem soðið hef-
ur í 10 mín. Þegar það er orðið nýmjólkurvolgt, á að
setja í það teskeið af bóraxi, og þegar það er orðið ;tl-
veg kalt á að sía það vandlega. Með þessn á að dyfta
andlitið kvölds og morgna.
Salat er gott við sólbruna. Sjóðið salathöfuð í vatni,
þannig að aðeins fljóti yfir, í nokkrar mínútur. Þegar
blöðin eru orðin köld, á að leggja þau við sólbrennclu
blettina. Þá svfar venjulega þegar í stað og hörundið
flagnar ekki. Vatnið (ósaltað) ntá nota sem andlitsvatn
og síðasta skolvatnið þegar hárið er þvegið. Þetta mýk-
ir hörundið og gerir hárið lifandi og fallcgt.
Uorðaðu líka eitt salathöfuð á hverjum degi tneðan
þau fást ný, því þetta er ein af þeim jurtum, sem hafa
inni að halda mikið magn af D-vítamínum, en þau eru
nauðsynleg bæði heilsu og fegurð. Hörundið brúnast
fyrr af sólskini, ef nóg er af þessum vítamínum.
Salt. Það styrkir og hressir augun. Nokkur saltkorn
eru leyst upp í volgu vatni og úr þessu eru augun
þvegin bæði kvöld og morgna (með augnglasi).
Smjör. Það er ágætt til að lneinsa og næra hörundið,
og það eyðir hinum smáu hrukkum við augun.
Te. Það má nota sem andlitsvatn og til að leggja við
augun séu þau þreytt.
26
Blóðberg. Það er gott við fitugu hörundi. Eitt til tvö
bindini af bióðbergi eru soðin í einum fjórða til hálf-
um lítra af vatni í tíu mín. Notað sem andlitsvatn.
Tómat. Hann er yngingar- og fcgrunarlyf fyrir hör-
undið. Safinn er pressaður úr tómatinum liráum með
hársíu eða ávaxtapressu. Þessu er dyft á andlitið og á
það að sitja í 5—10 mín., og síðan á að þvo það af með
rósavatni. Það má líka láta sér nægja að núa sneið af
tómat um andlitið og hendurnar.
Sitróna. Sítróna er ekki einungis eitt af hinum beztu,
hressingarlyfjum, sem kostur er á, lnin hreinsar hör-
undið og mýkir. Gott er að nudda allt andlitið á hverj-
um morgni með þunnri sneið af sítrónu, þá tollir dyft-
ingin iíka betur yfir daginn. Dropi af sítrónusafa (eða
appelsínu) í hvorn augnakrók (það svíður ekki undan
þessu nema allra snöggvast) skerpir sjónina og styrkir
augun. Sítrónusafi gcrir hendurnar ljómandi hvítar,
og það má búa til ágætan handáburð úr safanum úr
einni sítrónu, einni teskeið af glyseríni og tveimur
dropum af kölnarvatni (eau de cologne). Ef hörundið
er viðkvæmt, má blanda þctta saman með jafnmiklu af
hamamelísvatni. Safinn úr einni sítrónu út í síðasta
skolvatnið, þegar hárið er þvegið, gerir hárið mjúkt,
lýsir það og ijær því fallegan gljáa. Eitt eða fleiri
sítrónu hýði soðin í 10 mln í vatni, sem aðeins flýtur
yfir, og blandað er hunangi, er ljómandi heilnæmur
drykkur, og varnar kvefi. Til þess að gera brjóstin stinn
og halda því við, á að dyfta þau oft á dag með áburði
sem gerður er úr rommi og sítrónusafa til helminga.
MEI.KORKA