Melkorka - 01.11.1958, Side 4

Melkorka - 01.11.1958, Side 4
gerðalaus á, og haíði þó á sínum tíma talið einhverjum íslendingum trú um, að setu- liðið hér væri til að vernda okkur. Við höf- um sum sé komizt að raun um, að við eig um óvini og við höfum komizt að raun um, að við eigum ekki verndara. Þetta er mikil reynsla fyrir smáþjóð. En við höfum enn ekki viðurkennt, að í Atlanzhafsbandalag- inu erum við í svo vondum félagsskap, að við hefðum aldrei getað komizt í samfélag nokkurs þjóðahóps með svo flekkaðan skjöld sem helztu samherja okkar í stríðs- bandalaginu. Og þó að þeir hafi síður en svo reynt að dylja innræti sitt í okkar garð, heldur birt það í allri nekt sinni, þá höfum við enn ekki sagt okkur úr félagsskap við ó- vini okkar, né vísað liernum úr landi. í raun og veru er allt á eina bók lært í sam- bandi við fyrstu þátttöku okkar í hernaðar- bandalagi: Með svikum var okkur komið í það, svikin vorum við í því, á sviknum for- sendum er okkur haldið í því. Og svo ger- samlega höfum við tileinkað okkur þetta óeðli, að ekki örlar á hinum einu rökréttu viðbrögðum við ofbeldi Breta og hlutleysi Bandarikjamanna gagnvart því ofbeldi: 1) slitum stjórnmálasambands við Breta, 2) brottrekstri hersins af íslenzkri grund og 3) úrsögn úr Atlanzhafsbandalaginu. Einhvern veginn er það þó alveg í sam- ræmi við þá öfugþróun, að við skulum vera í hernaðarbandalagi, er við reynumst nú svo miklar mannleysur, að jafnvel þjóðarsómi er að verða okkur yfirskilvitlegt hugtak. Jafnvel eðlilegar umgengnisvenjur með þjóðum rækjum við ekki vegna undirlægju- háttar. Hvar í veröldinni skyldi vera til þjóð(utan nýlendna), sem er í bandalagi og stjórnmálasambandi við þjóð, sem beitir hana ofbeldi og skerðir fullveldi hennar, eins og afstaða okkar til Breta er nú? Sú þjóð er hvergi til nema á íslandi. Forráða- menn okkar eru orðnir svo vanir því að beygja sig í duftið fyrir erlendum kröfum og annarlegum hagsmunum, að þeim er gersandega ofraun að skynja sæmd þjóðar- innar. Því sitjum við enn við sama borð og þeir, sem í krafti byssunnar varna okkur að verja lífshagsmuni okkar, skerða fullveldi okkar og troða sæmd okkar í svaðið. Þeim íslenzku einstaklingum er ekki fisjað saman, sem hafa líkamsþrek til að blanda geði við brezka embættismenn á fundum Atlanzhafs- bandalagsins eða annars staðar. Það er meira en venjulegur íslendingur gæti leikið eftir. Þó hvarflar ekki að neinum að þakka þeim fyrir þessi störf, því að þau eru unnin i umboði manna, sem breyta þveröfugt við þjóðarheiður. Landhelgismálið, sem við stöndum öll saman um — með fáum undantekningum — hefur varpað ljósi á eðli lierstöðvanna á suðurnesjum og „samherjanna“ í Atlanz- liafsbandalaginu. Þar hafa þeim bætzt ný og óvænt rök, sem varað hafa við erlendum herstöðvum í landinu. Nú er fánýti her- stöðvanna hverjum manni ljóst. Samstaðan með „vestrænum vinaþjóðum" einskis virði. Hvað á þá að gera? Því hefur almenningur víðs vegar um landið svarað: við eigum að slita st]órnmálasambandi við Breta, visa hernum úr latidi og endurskoða afstöð- una til Atlanzliafsbandalagsins. Þessa verð- um við að krefjast af núverandi stjórn — strax. Hið smánarlega aðgerðaleysi ríkis- stjórnarinnar í landhelgismálinu og her- stöðvamálinu getum við ekki þolað lengur. Ef hún veit ekki hvað skyldan býður, þá kennum henni það. /----------------------------------------N MELKORKA óskar lesendum sínum gleðilegra jóla \_________________________________y 76 MELK.ORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.