Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 9
VIÐTAL VIÐ SVEITAKONU
Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur
Oddný GuÖmundsdóttir.
Ert, þú ekki til með, að segja lesendum
Melborku eitthvað um sjdlfa þig? spyr ég
(hldnýju Guðmundsdóttur.
Hvaða ástæða er til þess svona upp úr
þurru?
Þu hefur oft. skrifað i Melkorku, og les-
endurnir hafa gaman af að vita eittlivað um
rithöfundana.
Ég tel mig nú eiginlega ekki rithöfund.
Ég er stundum að setja saman sögur í tóm-
stundum mínum. Mér þykir það gaman. En
ekki tel ég, að mér beri neinn gáfumanna-
styrkur frá ríkinu fyrir þá iðju. Nei, ég tel
mig ekki með rithöfndunum. Aftur á móti
langar mig til að kalla mig kennara, en ég
veit ekki, hvort ég má það, því að ég er
>,réttlaus“, eins og það er kallað. Þegar tal-
að er um „hæfa“ kennara í tímaritinu
Melkorka
Menntamálum og víðar, skilst mér, að átt
sé við menn, sem hafa tekið kennarapróf.
Hvernig finnst þér þjóðfélagið hafa búið
að þér sem rithöfundi?
Það hef ég aldrei liugsað um. En mér
fannst þjóðíelagið ónotalegt í minn garð,
meðan próflausir farkennarar voru í skamm-
arkrók í launalögunum. Mér sárnaði aðal-
lega lítilsvirðingin, sem fólst í þessu. Við
vorum þó að vinna nauðsynjaverk, sem
„hæfu“ kennararnir sneiddu hjá. En loks-
ins fengu „fúskararnir" launajafnrétti á við
(hugsanlega) kennaraskólamenn í sömu
stöðu. Að vísu fá þeir þau ekki fyrr en eftir
fimm ára starf. Og kennararéttindi fáum
við ekki í þessu lífi.
Þú hefur lengi stundað farkennslu.
í þrettán ár, hér og þar um landið. Stund-
kenni ég í tveimur hreppum sama vetur-
inn. Einn vetur kenndi ég á sjö heimilum
á Barðaströnd. Allt ágæt heimili. Ég kenndi
líka á fimm heimilum lijá góðu fólki á Snæ-
fellsnesi. Ég ætla að verða síðasti farkennar-
inn á landinu.
Þér fellur farkennslan svona vel.
Það getur verið varasamt að segja það.
Einu sinni ritaði ég grein um farkennslu í
Tímann og lét þess getið, að mér þætti hún
skemmtileg. Kennari fyrir norðan sagði í
blaðagrein, að ég ætti skilið áminningu.
Hvað mislíkaði honum svona?
Ég held þetta, að ég skyldi ekki vera með
ólund við kennsluna. Það er algengt víg-
orð, að kalla þetta eða liitt „úrelt“. Og „aft-
urhaldssemi" er vígorð, sem hrellir marga.
En ég tel farkennsluna heppilega sums stað-
ar á landinu, hvað sem hver segir. Kennari
hér í Reykjavík sagði við mig, að bezt væri
81