Melkorka - 01.11.1958, Side 13

Melkorka - 01.11.1958, Side 13
Spjallað við Knstbjörgu Þorbergsdóttur fyrrverandi matráðskonu Landsspítalans í fornsögum okkar er lalað um konur sem byggðu s6r skála um braut þvera og veittu gestum og gang- andi beina. I’essar konur skipa virðulegan sess í sög- unni og andi þeirra svífur ennþá yfir vötnunum þar sem konur annast umsvifamikil heimilisstörf í þágu einstaklinga eða stofnana. Skálar eru ekki lengur reist- •r í þjóðbraut í hinni fornu merkingu, en sjúkrahús þjóðari nnar eru stofnanir með margþætta starfsemí og má segja að þeir í óeiginlegri nterkingu liggi um „þjóð- Irraut þvera" því þar á fjöldi landsmanna leið um á öilum ársins tíma. Landspítalinn í Reykjavík hefur verið cinn af okkar stærstu og veglegustu sjúkrahúsum 1 nærfellt þrjá áratugi en þar hefur Kristbjörg Þor- bergsdóltir gengt matráðskonustörfum frá fyrstti tíð þar til fyrir tæpu ári að hún lét af störfum. Einhversstaðar las ég að heimilisfólk l.andspítalans væri hátt á fjórða bundrað manns. Nú cr ég komin í heimsókn til Krist- bjargar í þeim tilgangi að fá eitthvað að heyra í sam- bandi við hið rnerka ævistarf hennar. Ég vildi nú lielzt spjalla við þig um allt annað en sjálfa mig, segir Kristbjörg, þegar ég ber upp erindið. Það liefur ekki þótt í frásögur færandi þótt við konurnar stæðum við matartilbúning og engin ástæða til að • jasa um Jrótt maður reyni eftir beztu getu að rækja Jrau störf sem maður tekur að sér °g aðrir trúa manni fyrir. Jæja þá, áður en ðg kom að Landspítalanum var ég tvisvar ðúin að vera úti í Danmörku, nokkra mán- l*ði í einu. Fyrst á matreiðslunámskeiði og svo á berklahælum og öðrum spítölum, til þess að kynna mér matráðskonustarf sjúkra- l'úsa. í seinna skiptið bæði í Gautaborg og Élöfn. Kom svo heim og vann á Vífilstöð- uni 1929. Landspítalinn var opnaður rétt fyrir jólin 1930 en ég flutti inn nokkru áð- Ur með starfsfólki mínu til að annast ýmis- Éonar nauðsynlegan undirbúning, Jdví eins °g þú getur nærri var í mörgu að snúast og Melkorka Kristbjörg Þorbergsdáttir. í mörg horn að líta. Ég annaðist öll inn- kaup til matargerðarinnar. Ég gerði mér strax ljóst að Jrað fylgdi mikil ábyrgð starfi mínu og það krafðist mikillar umhyggju og árvekni. En hvernig mér hefur tekizt að rækja skyldur mínar verða aðrir en ég að dæma um . . . Ég hafði J:>ann vana að skrifa matseðil fyrir hálfan mánuð í einu og skipu- leggja störfin sem hagkvæmast, en annars er Jyetta starf, sem aldrei er hægt að gera nógu vel. I.engi framan af bjóalltstarfsfólkið á spít- alanum og var í fæði ásamt hjúkrunar- og ljósmæðranemum og strax varð yfirfullt af sjúklingum svo „heimilishaldið" varð fljótt all umfangsmikið og nóg að starfa fyrir okk- ur sem unnum eldhússtörfin. Þá var vinnu- tíminn ótakmarkaður 10—12 klukkustundir 85

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.