Melkorka - 01.11.1958, Page 17

Melkorka - 01.11.1958, Page 17
Hugleiðing um gamanmynd Eftir Valborgu Bentsdóttur Herra húsmóðir, hét myndin og var auglýst sem grín. — Að haustnóttum, þegar höfuðborgin er gjör- sneydd ailri kímnigáfu, er vissulega þakkarvert að vera boðið upp á hlátursefni. Og trúgjarnar mannverur láta tælast í bíó í þeim tiigangi að hlæja. Það er að vísu ergilegt að vera narraður um grínið, en myndinni var þó ekki alls varnað um þá hluti. Því þó höfundi myndarinnar virðist ósýnt um að sýna skemmtilega atburði er það vissulega skoplegt hvernig efnið snýst í höndunum á honum. Eftir því sem myndin var aug- lýst er henni ætlað að sýna skopmynd af því, hvernig fer, ef húsfreyjan bregzt þeim „heilögu skyldum" að skúra sjálf gólfin sín, en velur sér annað ævistarf. En karlkynið er það grátt leikið i myndinni, að jafnvel mér harðsvíraðri kvenréttindakonu rann það til rifja. Efni myndarinnar var i stuttu máli. Ungir blaða- menn, karl og kona, sqm vinna við sama blað, ganga í hjónaband. Það kemur fljótt j ljós, að konan er manni sínum miklu fremri í starfi við blaðið enda er vegur jiennar br<itt gerður þar meiri. Eiginmaðurinn, sem er HiesJa gæðasál, liefur ekkert við þetta að athuga, og ber það vissulega vott um meiri gáfur en þessu mann- kerti er annars ætlað að sýna. — Barn bætist i búið og þá hefst það vandamál, hvernig þess verði gætt meðan hjónin eru við vinnu sína. Vinnukonurnar reynast Stopular og ein þeirra hleypur úr vistinni á miðjum dcgi. Konan telur sig nauðbeygða til að fara heim, en vfirmenn hennar ern nú ekki alveg á þeim buxunum, að hún geti farið í miðju kafi, hún er ómissandi á sínum stað, en eiginmaðurinn getur fengið frí, starf hans er ekki þýðingarmeira en það, að þar getur annar hlaupið í skarðið. Hjónin gcfast upp við hjúahald og hlutverkaskipt- ingin verður öfug við það venjulega. Konan vinnur við blaðamennskuna, en eiginmaðurinn gætir bús og barns og ferst |rað með þeim ágætum að ætla mætti, að hann væri til þess fæddur. Konan aftur á móti stundar starf sitt utan heimilis, heldur áfram að vinna sér frama og virðist vera á alveg réttri hillu í lífinu. Hinn óvið- jafnanlegi eiginmaður vinnur húsverkin möglunarlaust þar til konunni verður það á að gleyma brúðkaups- degi þeirra, sem hann hefur búið sig undir að halda hátíðlegan með kræsingum og tilstandi. Karlmaður- inn verður Jrá svo „kvenlega" viðkvæmur að hann fer í fýlu og konan verður að hýrast næturlangt á stofusóí- anum. Og hana fcr að dreyma. Marsbúar koma á flugdiski til jarðar. Risavaxin vera í málmhylki með lítinn titt við hlið sér ræðir við konuna, sem er þar mætt sem blaöamaður. „Er þetta barnið þitt?" spyr blaðakonan og bendir á tittinn. „Nei, þetta er maðurinn minn," svarar málmhylkið frá mars, sem er kvenkyns. Kvenna- ríki er þá orðið það mikið á þeirri plánetu, að karl- kynið hefur ekki einu sinni skilyrði til að vaxa úr grasi. Draumakongn hröklast heim í eigin íbúð. Þar verður á vegi þennar pínulítjð kríli, sem við nánari gætur reynist vera hennar löglegi eiginmgður kominn í nið- urlægjngu þejrra marskarla. Konan vaknar með andfælum og verður svo fegin að finna karlmann sinn j fullri stærð, að hún er fús til að verða litla konan hans, svo hann minnki ekki meir. Það var og. Konan má sem sé ekki sýna hvað f henni býr því við það minnkar karlmaðurinn svo að hann ber ekki sitt barr. Hann er sem sagt ekki samkeppnisfær við konuna nema við húsvcrkin, þar hélt hann þó velli. Þetta er meinlaust grfn. en þó cr ósmekklega illa með karlmennina farið. Hiutverk konunnar f at- vinnulífinu verður aldrei það að gera karlmanninn minni. Hann mun þvert á móti vaxa við það að fá þann keppinant, sem mikilhæf kona verður honum. Og vandamál barnagæzlunnar, þar sem konan velttr sér annað ævistarf en húsverk. verður ekki levst með jiví að senda eiginmanninn heim, hvorki f gamni né alvöru. En það er önnur saga en að fara f bfó og hlæja að al1t fiðrti éh manni er ætlað að hlæja að. A haustmánuði 1958. Vdlborg Bentsdóttír. melkorka 89

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.