Valsblaðið - 01.05.2005, Side 15

Valsblaðið - 01.05.2005, Side 15
Ettir Guðna Olgeírsson Sigurbjörn 14 ára á Dalvík íjiillum skrúða. vatni. Ég vakti líklega athygli í skólanum því ég var valinn í úrtakshóp fyrir 16 ára landsliðið veturinn eftir en aldrei hafði nokkur Dalvíkingur komist nálægt því. Ég var síðan valinn í landsliðshópinn á yngra ári og lék nokkra leiki með þessu öfluga landsliði á Norðurlandamótinu og í Evrópukeppni. Eftirminnilegustu leik- menn í landsliðinu frá þessum tíma eru menn eins og Gummi Ben., hann var aðalmaðurinn í liðinu, Helgi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson, Ami Gautur Arason, Kristinn Hafliða, Gulli Jóns og Stebbi Þórðar. Þetta var hörkuhópur sem náði vel saman og við komumst í úrslita- keppni Evrópumóts 16 ára landsliða árið eftir. Þar lentum við í dauðariðl- inum með Spánverjum, Júgóslövum og Sovétmönnum í 16 liða úrslitum í Sviss. Við unnum Júkkana í fyrsta leik, töpuð- um síðan naumlega fyrir Spánverjum í 2. leik en þeir urðu síðan Evrópumeistarar. Því miður töpuðum við fyrir Júkkunun en líklega er þetta einn glæstasti árangur sem 16 ára landslið frá Islandi hefur náð á stórmóti. Þetta var þrusulið, ótrúlega samrýmdur hópur og góðir vinir,“ segir Sigurbjörn ákaflega stoltur. Sumarið 1990 lék Sigurbjöm með meistaraflokki Dalvíkur í gömlu 3. deildinni, mest á bekknum að eigin sögn, en kom inn á í nokkmm leikjum. Sigurbjöm Valsari haustið 1990 Sigurbjöm fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni haustið 1990 og byrj- aði að æfa með Víkingi en hann segir að hugurinn hafi leitað í Val þar sem hann þekkti nokkra stráka, t.d. tví- burana Guðmund og Olaf Brynjólfssyni. „Flokkurinn þeirra var gríðarlega sterkur og það kitlaði mig að leika með honum. Það skomðu ýmsir á mig að byrja í Val, t.d. Kristinn Björnsson þjálfari en gamli jaxlinn Brynjólfur Lárentsíusson pabbi tvíburanna sannfærði mig á endanum um haustið að ég ætti að Ieika með Val. Hann kippti mér með sér á uppskeruhátíðina hjá Val um haustið og mér leist strax vel á stemninguna og var mætt- ur á æfingu daginn eftir með 3. flokki. Síðan varð ekki aftur snúið. I þessum flokki var fullt af öflugum leikmönnum, t.d. tví- buramir Oli og Gummi, Kjartan Hjálmarsson og Bjarki Sefansson varnarjaxl. A eldra ári í 3. flokki sumarið 1991 vomm við með gríðarlega sterkt lið, að rnínu viti besta lið landsins og við lékum til úrslita um Islandsmeistaratitilinn við KR og töpuð- um 1-0 minnir mig í seinni leiknum, sá fyrri endaði með jafntefli, þetta var mjög svekkjandi. Um haustið gengum við upp í 2. flokk sem var mjög þunnskipaður, t.d. enginn á miðári og fáir á elsta ári og flokkurinn var í B-riðli þegar við komum upp. Fljótlega var mér kippt í meistara- flokkshópinn og ég æfði með þeim og 2. flokki. Sumarið 1992 spilaði ég með 2. flokki í B-riðli í skemmtilegu liði undir stjórn Kristins Bjömssonar, en þjálfarar meistaraflokks, Ingi Bjöm Albertsson og Ólafur Magnússon aðstoðarþjálfari vom tíðir gestir á leikjum 2. flokks,“ segir Sigurbjöm. Á bekknum í bikarúrslitaleik 1992 Sigurbjöm minnist þess að umgjörðin í kringum þennan bikarúrslitaleik 1992 við KA hafi verið frábær, völlurinn troð- fullur í upphitun og hann hafi svo sann- arlega notið þess að vera í hópnum. „Maður varð náttúrulega létt svartsýnn þegar við lentum 2-0 undir í fyrri hálf- leik, en ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum ná að jafna. I byrjun seinni hálfleiks minnkuðum við mun- inn í 2-1 þegar Porca tók aukaspyrnu og Balli Braga fékk boltann í sig og setti hann inn. Allan seinni hálfleikinn vorum við I stanslausri sókn en ekkert gekk, inn vildi boltinn ekki og öll nótt virtist vera úti, áhorfendur vom famir að halda heim á leið daufir í bragði og starfsmenn voru byrjaðir að undirbúa verðlaunaafhendingu og biðu bara eftir að dómarinn flautaði til leiksloka. Þegar 7 sekúndur voru eftir af Ieiknum jafnaði Tony (Antony Karl Gregory) með glæsi- legu marki og dómarinn flautaði um leið leikinn af. Stuðningsmenn Vals sneru við og mættu aftur í stúkuna fyrir framleng- inguna og hvöttu okkur áfram. Við rúll- uðum síðan yfir KA í framlengingunni og það var aldrei spuming um hvort liðið myndi vinna en lokatölur voru 5-2 og við trylltumst af gleði eftir þennan drama- tíska bikarúrslitaleik. I þessu bikarliði Vals vom margar gamlar kempur, t.d. Bjarni Sig í markinu, Sævar Jóns, Steinar Adolfs, Einar Páll, Balli Braga, Gústi Gylfa, Salih Heimir Porca og Antony Karl, Jón Grétar og Daði Dervic," segir Sigurbjöm stoltur yfir því að hafa verið í þessu sigursæla liði. Langþráður bikarmeistaratill í höjn. Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Sigþór Júlíusson og Sigurbjörn Hreiðarsson ísigurvímu með bikarinn. Valsblaðið 2005 15

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.