Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 15

Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 15
Ettir Guðna Olgeírsson Sigurbjörn 14 ára á Dalvík íjiillum skrúða. vatni. Ég vakti líklega athygli í skólanum því ég var valinn í úrtakshóp fyrir 16 ára landsliðið veturinn eftir en aldrei hafði nokkur Dalvíkingur komist nálægt því. Ég var síðan valinn í landsliðshópinn á yngra ári og lék nokkra leiki með þessu öfluga landsliði á Norðurlandamótinu og í Evrópukeppni. Eftirminnilegustu leik- menn í landsliðinu frá þessum tíma eru menn eins og Gummi Ben., hann var aðalmaðurinn í liðinu, Helgi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson, Ami Gautur Arason, Kristinn Hafliða, Gulli Jóns og Stebbi Þórðar. Þetta var hörkuhópur sem náði vel saman og við komumst í úrslita- keppni Evrópumóts 16 ára landsliða árið eftir. Þar lentum við í dauðariðl- inum með Spánverjum, Júgóslövum og Sovétmönnum í 16 liða úrslitum í Sviss. Við unnum Júkkana í fyrsta leik, töpuð- um síðan naumlega fyrir Spánverjum í 2. leik en þeir urðu síðan Evrópumeistarar. Því miður töpuðum við fyrir Júkkunun en líklega er þetta einn glæstasti árangur sem 16 ára landslið frá Islandi hefur náð á stórmóti. Þetta var þrusulið, ótrúlega samrýmdur hópur og góðir vinir,“ segir Sigurbjörn ákaflega stoltur. Sumarið 1990 lék Sigurbjöm með meistaraflokki Dalvíkur í gömlu 3. deildinni, mest á bekknum að eigin sögn, en kom inn á í nokkmm leikjum. Sigurbjöm Valsari haustið 1990 Sigurbjöm fluttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni haustið 1990 og byrj- aði að æfa með Víkingi en hann segir að hugurinn hafi leitað í Val þar sem hann þekkti nokkra stráka, t.d. tví- burana Guðmund og Olaf Brynjólfssyni. „Flokkurinn þeirra var gríðarlega sterkur og það kitlaði mig að leika með honum. Það skomðu ýmsir á mig að byrja í Val, t.d. Kristinn Björnsson þjálfari en gamli jaxlinn Brynjólfur Lárentsíusson pabbi tvíburanna sannfærði mig á endanum um haustið að ég ætti að Ieika með Val. Hann kippti mér með sér á uppskeruhátíðina hjá Val um haustið og mér leist strax vel á stemninguna og var mætt- ur á æfingu daginn eftir með 3. flokki. Síðan varð ekki aftur snúið. I þessum flokki var fullt af öflugum leikmönnum, t.d. tví- buramir Oli og Gummi, Kjartan Hjálmarsson og Bjarki Sefansson varnarjaxl. A eldra ári í 3. flokki sumarið 1991 vomm við með gríðarlega sterkt lið, að rnínu viti besta lið landsins og við lékum til úrslita um Islandsmeistaratitilinn við KR og töpuð- um 1-0 minnir mig í seinni leiknum, sá fyrri endaði með jafntefli, þetta var mjög svekkjandi. Um haustið gengum við upp í 2. flokk sem var mjög þunnskipaður, t.d. enginn á miðári og fáir á elsta ári og flokkurinn var í B-riðli þegar við komum upp. Fljótlega var mér kippt í meistara- flokkshópinn og ég æfði með þeim og 2. flokki. Sumarið 1992 spilaði ég með 2. flokki í B-riðli í skemmtilegu liði undir stjórn Kristins Bjömssonar, en þjálfarar meistaraflokks, Ingi Bjöm Albertsson og Ólafur Magnússon aðstoðarþjálfari vom tíðir gestir á leikjum 2. flokks,“ segir Sigurbjöm. Á bekknum í bikarúrslitaleik 1992 Sigurbjöm minnist þess að umgjörðin í kringum þennan bikarúrslitaleik 1992 við KA hafi verið frábær, völlurinn troð- fullur í upphitun og hann hafi svo sann- arlega notið þess að vera í hópnum. „Maður varð náttúrulega létt svartsýnn þegar við lentum 2-0 undir í fyrri hálf- leik, en ég hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum ná að jafna. I byrjun seinni hálfleiks minnkuðum við mun- inn í 2-1 þegar Porca tók aukaspyrnu og Balli Braga fékk boltann í sig og setti hann inn. Allan seinni hálfleikinn vorum við I stanslausri sókn en ekkert gekk, inn vildi boltinn ekki og öll nótt virtist vera úti, áhorfendur vom famir að halda heim á leið daufir í bragði og starfsmenn voru byrjaðir að undirbúa verðlaunaafhendingu og biðu bara eftir að dómarinn flautaði til leiksloka. Þegar 7 sekúndur voru eftir af Ieiknum jafnaði Tony (Antony Karl Gregory) með glæsi- legu marki og dómarinn flautaði um leið leikinn af. Stuðningsmenn Vals sneru við og mættu aftur í stúkuna fyrir framleng- inguna og hvöttu okkur áfram. Við rúll- uðum síðan yfir KA í framlengingunni og það var aldrei spuming um hvort liðið myndi vinna en lokatölur voru 5-2 og við trylltumst af gleði eftir þennan drama- tíska bikarúrslitaleik. I þessu bikarliði Vals vom margar gamlar kempur, t.d. Bjarni Sig í markinu, Sævar Jóns, Steinar Adolfs, Einar Páll, Balli Braga, Gústi Gylfa, Salih Heimir Porca og Antony Karl, Jón Grétar og Daði Dervic," segir Sigurbjöm stoltur yfir því að hafa verið í þessu sigursæla liði. Langþráður bikarmeistaratill í höjn. Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Sigþór Júlíusson og Sigurbjörn Hreiðarsson ísigurvímu með bikarinn. Valsblaðið 2005 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.