Valsblaðið - 01.05.2005, Side 72

Valsblaðið - 01.05.2005, Side 72
Hlíðarendasjóður Eftir Þorstein Haraldsson, Pétur Sveinbjarnarson og Lárus Hólm Á gamlársdag 1914 gaf Bæjarstjórn Reykjavíkur út erfðafestubréf fyrir 5,5 hekturum lands við enda Öskjuhlíðar til Jóns Kristjánssonar, lagaprófessors. Landið nefndist þá Vatnsmýrarblettur XIV. Jón prófessor byggði á landinu íbúðarhús, fjós, heyhlöðu og safngryfju, ásamt fleiru. Leyfið fyrir þessum bygg- ingum er gefið út 24. nóvember 1915. Jörð sinni gaf Jón nafnið Hlíðarendi og hóf á henni túnrækt. Jörðina fékk Jón til ræktunar en ekki annarra afnota. Ýmsar skyldur varðandi ræktun og girðingar voru lagðar á hans herðar. Nafnið Hlíðarendi virðist vera stytting á Öskjuhlíðarendi því ekki á það rætur í æskustöðvum eigandans sem fædd- ist í Flensborg í Hafnarfirði og bjó svo í Tjarnargötunni. Uppdráttur Þórarins Kristjánssonar hér að ofan er væntanlega elsta heimild um Hlíðarenda, en hann er gerður í maí 1914. Þórarinn var verkfræðingur og vann að járnbrautarlagningu úr Öskjuhlíð og hafnargerð í Reykjavík. Hann hann- aði ennfremur jámbraut um Suðurland, en hún er sem kunnugt er ekki orðin að veruleika. Þórarinn var lengstum hafn- arstjóri í Reykjavík, en lést langt um aldur fram. Kona Jóns var Ástríður Hannesdóttir Hafstein. Jón seldi Hlíðarenda til Sveins Pálssonar snemma árs 1918. Sveinn Pálsson var fæddur 3. desember 1881 í Vallarhúsum í Miðneshreppi og dó 19. nóvember 1918 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson frá Geirlandi á Síðu, (1851-1932) og Signður Höskuldsdóttir frá Hörgsdal, (1850-1888). Páll bjó í Vallarhúsum 1880 og enn 1890, en Sveinn sonur hans ólst upp austur í Mýrdal, en kominn er hann til föður síns 1901 og eru þeir þá á Kolbeinsstöðum í Útskálasókn. Sveinn kom til Reykjavíkur 1904 frá Keflavík og fór að læra skósmíði. Hans er fyrst getið í bæjarskrá Reykjavíkur 1909 en þar höfðu til þess árs aðeins verið skráð- ir þeir sem voru eldri en 25 ára og héldu heimili. Við manntalið 1910 er hann á Bergstaðastræti 17 og titlaður skósmiður. I sama húsi býr þá Sigríður systir hans og Sigurður Jónsson hennar maður sem dmkknaði 1925 á Leifi heppna. Sveinn Pálsson kvæntist ekki og ekki finnst að hann hafi átt afkomendur. Hann bjó alltaf á Bergstaðastræti 17, sagður skósmiður, 72 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.