Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Síða 13

Bjarmi - 01.06.2003, Síða 13
þessu og síðan ákváöu þær að bjóða til hádegisverðarfundar í Seattle. A þann fund komu yfir 100 konur. Starf Aglow byrjaði sem sagt þarna en fljótlega fór þetta að breiðast út. I dag, um 35 árum síöar, er Aglow starfandi í 152 löndum. Við höfum líka vaxið mikið á þessum tíma og Aglow starfið hefur líka breyst svolítið. í dag heita samtökin: Aglow International. Mikil áhersla er nú á starf á meðal múslimakvenna og erum við meðal annars meö virkt starf í 42 af þeim 62 löndum sem eru innan hins svokallaða 10 - 40 glugga, sem er svæðið frá 10. til 40. gráðu norðan miðbaugs og nær yfir Afríku og Asíu, þar sem erfiðast er aö komast inn með fagnaðarerindið. Guð hefur gefið Aglow starfinu ákveðna köllun. Eins og ég sagði áöan, er markmið okkar fyrst og fremst aö leiða konur til Krists. Við tölum stund- um um að þættirnir í starfinu séu eins og ein hönd, eða fimm fingur, eins og hönd Guðs. Það fyrsta er sáttargjörð á milli karls og konu og þá meinum við ekki bara inni á heimilunum okkar, heldur líka í kirkjunum og i samfélaginu al- mennt. Við sjáum aö þaö er áætl- un Guös að karl og kona starfi saman í einingu. Síðan er það bænastarf og trúboð. I fjórða lagi er það múslimakonan og í fimmta lagi er það ísrael. Fyrir meira en tíu árum feng- um við spádóma og köllun til aö starfa á meðal múslimakvenna og við höfum náð til þeirra með fagnaöarerindið. Einn spádómur- inn var þannig að Guð mundi gefa Aglow-starfinu þráðinn sem myndi rekja upp islam. Við skyld- um mjög fljótt að þessi þráður var konan. Þó að konan hafi ekki al- menn völd í samfélagi múslima, þá hefur hún mikil völd á heimil- inu. Það er hún sem uppfræðir börnin og drengina og við vissum að ef við gætum náð til hennar með kærleika Guðs, þá myndi hún hafa áhrif á komandi kynslóðir. Við trúum því að þetta muni ger- ast smátt og smátt og Guð muni rekja kerfiö upp. Síðan eru ekki nema um 3 ár síðan að Guö talaði til okkar um að hann vildi nota Aglow-starfið á sérstakan hátt W w jÆjjrX 1 1 varðandi Israel. Við erum að fá þá opinberun smátt og smátt, og viö hlýðum því eftir því sem Guð sýnir okkur meira. Guð vill nota okkur til aö standa meö lýð sínum, Isra- elsmönnum, þ.e. Gyðingum. Flann ætlar að nota okkur til að blessa þá og biöja fyrir þeim. Þetta höf- um við gert og fáum alltaf ákveð- in bænarefni frá alþjóðastjórninni varðandi Gyðinga. Það hafa líka verið farnar ferðir til ísraels, sem eru fyrst og fremst hugsaðar sem bænaferðir. Ég tók þátt í einni svona ferð í maí í fyrra og síðan var önnur ferð farin núna í byrjun júní. Það er í raun og veru alveg stórkostlegt aö sjá greinilega áætlun Guös, aö hann vill nota Aglow starfiö á einhvern sérstak- an hátt til að blessa ísraelsmenn og fá aö biðja fyrir þeim. Það hafa gerst ótrúlegustu hlutir í þessum bænaferðum og Guð hef- ur opnað dyr á mjög sérstakan hátt. Guð hefur gefiö okkur tæki- færi sem aðrir hafa ekki fengið. Getur ekki lika veriö að konur komist iengra vegna þess að menn iita ekki á þœrsem sömu ógn og karimenn? Einmitt, ég tel það eina ástæðu þess að við erum leyni- vopn Guðs. Það er oft ekki litið á konur sem sömu ógn, en samt hefur konan innsæi og næmi og hún hefur lika oft gífurlegt áræði og djörfung. Ef hún er fyllt af Fleilögum anda og finnur að Guð er að kalla hana, þá held ég að fáir hlutir stöðvi konuna, á sama hátt og við erum tilbúnar að vernda börnin okkar fram í rauðan dauöann. Ég held að Guð noti þetta líka í starfi á meðal kvenna, vegna þess að ef við finnum virki- lega að Guð er að kalla okkur, þá erum við tilbúnar að ganga alla leið. Ed og Edda Matthí- asdóttir Swan. Þau hjón voru lengi virk í starfi Lútherskrar hjónahelgar. Fyrir meira en tíu árum fengum við spádóma og köllun til að starfa á meðal múslimakvenna og við höfum náð til þeirra með fagnaðarerindið. Þú hefur því nóg að gera? Já, ég er sem sagt formaður landsstjórnarinnar hérna og í fimm manna nefnd sem fer fyrir starfinu í Evrópu. Við berum ábyrgð á þvi að sjá um leiötoga- fræðslu fyrir allar landsstjórnirnar í Evrópu einu sinni á ári. Þá er venjulega einhver okkar sem sinn- ir fræðslunni og síðan fáum viö einhvern utanaðkomandi til að vera með hluta hennar. Á fimm ára fresti höfum við síðan verið með opin Evrópumót fyrir alla, 13

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.