Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 14
Fréttir
Metþátttaka sjálfboðaliða
í herferð Billy Graham
Tölur yfir sjálfboðaliða
fyrir boðunarferð Billy
Graham í San Diego hafa
slegið öll met. Yfir
20.000 manns sóttu und-
irbúningsnámskeið á San Diego-svæöinu og það
er aðeins í fjórða sinn sem slíkar tölur hafa sést í
sögu boðunarherferöa Grahams. Það var gert ráð
fyrir um 10.000 manns á námskeiðiö, „Kristiö líf
og vitnisburður", til undirbúnings herferðarinnar
nú í maí sl. „Skráningar á þessi námskeið eru i
raun eins og loftvog sem mælir andrúmsloftiö í
samfélaginu," sagöi Jim Garlow forstöðumaöur
Skyline Wesleyan kirkjunnar í La Mesa. Þessar
tölur segja okkur aö San Diego búar séu spenntir
fyrir því að hlusta á Billy Graham. Þau sem vilja
þjóna sem ráðgjafar á samkomum og meðan á
herferðum stendur veröa að sækja þessi nám-
skeið. Önnur herferö var áætluð í Oklahoma borg
12.-15 júní. (RNS)
Tyrknesk mótmælendakirkja
fær opinbera viðurkenningu
Þrem árum eftir að tyrkneskur mótmælendasöfn-
uður í Tyrklandi fór að halda guðsþjónustur, felldi
saksóknari niður yfirvofandi ákæru gegn þeim um
saknæmt athæfi. Á síöasta ári sakaöi ríkisstjórinn
mótmælendakirkjuna í Selcuk um aö halda sam-
komur án opinberra leyfa, og að standa að trúar-
legri menntun án leyfis frá tyrkneska mennta-
málaráðuneytinu. Auk þess var presturinn, Kamil
Musaogullari, ásamt söfnuöi sínum, ákærður fyrir
að nota húsnæöi sitt fyrir samkomuhald og
skólastarf án opinbers leyfis frá bæjaryfirvöldum.
En í desember sagði saksóknari Musaogullari aö
hann hefði fellt niður kærurnar gegn honum þar
sem ásakanir um ólöglegar guðsþjónustur og trú-
arlega menntun ættu sér í raun engan stað í
tyrkneskum lögum. „Þetta segir mér að þaö séu
þá einhverjir sem haldi uppi lögum og reglu í
þessu landi," sagði Musaogullari fagnandi. „Ég
trúi því að Guö muni blessa fólkiö í Seleuk með
þessari málsmeðferð saksóknarans." (Compass)
líka fyrir karlmenn. Slíkt mót
veröur núna í lokjúní í Bretlandi.
Er eitthvað um að konurséu í fullu
starfi fyrlrAglow?
Já, það er eitthvað um það, en
þó ekki mjög mikið. Flestir for-
menn landsstjórna eru reyndar í
fullu starfi, nema á Noröurlönd-
Ég hef kynnst fólki víðs vegar að úr heiminum,
heyrt vitnistburð þess og hvað það hefur þurft
að ganga í gegnum og fdrna fyrir trú sína.
Þetta er fólk sem er tilbúið að leggja á sig
ótrúlegustu hluti til að aðrir fái að heyra fagn-
aðarerindið um Jesú Krist.
um. Af okkur fimm sem erum í
Evrópustjórninni, er ég sú eina
sem ekki er það. Sums staðar eru
konur i fullu starfi hjá Aglow en
þiggja ekki full laun. Hér á íslandi
er starfið ennþá ekki þaö viðamik-
ið að við höfum viljað nýta þær
litlu tekjur sem við höfum áfram-
haldandi út í starfiö. Við höfum
ekki miklar tekjur, en mér finnst
samt stórkostlegt að viö höfum
alltaf haft pening fyrir því sem við
höfum þurft að gera. Viö höfum
líka haft þá reglu að við borgum
ekki bara tíund, heldur viljum við
líka blessa út frá okkur. Við höfum
gert þaö á mismunandi hátt, en
eitt af því sem við gerum alltaf, er
að viö borgum til Lindarinnar. Ég
tel það eina ástæðu þess aö við
eigum alltaf pening þegar viö
þurfum aö gera eitthvað, Guð
mætir þörfum okkar. Við erum
náttúrulega konur og förum vel
með eins og hagsýnar húsmæður
geta gert.
Ég vil líka segja að vöxtur
minn í trúnni hefur fyrst og
fremst komið í gegnum þjónustu
við Guö. Þú getur ekki veriö í
kristinni þjónustu nema að þú sért
háð Guði, því Guð kallar þig yfir-
leitt ekki í þjónustu nema til þess
sem þú getur ekki gert í eigin
mætti. Þannig verður maður háð-
ur Guði og verður að leita meira í
orð Guðs og þá vex maöur í trún-
ni. Þetta er viss fórn, en maður
fær það margfalt til baka. Ég finn
að það er mikil þrá í hjarta mínu
eftir Guði, þannig að þaö er mér
létt að eyða tíma meö honum
enda það sem nærir mig. Nú var
ganga mín inn í leiðtogastöðu í
Aglow mjög hröð. Ég sá að þessar
konurvoru miklu reyndari en ég
og miklu þroskaðri í trúnni, og
mér fannst ég vera afskaplega lít-
ilfjörleg á meðal þeirra. Ég sá það
mjög fljótt að ég varð aö vera háð
Guöi og ég hef bara treyst honum
og vaxið i gegnum það. Ég held
fast í orðin i Filippíbréfinu 4:13:
„Allt megna ég fyrir hjálp hans,
sem mig styrkan gjörir.". Ég er í ís-
lensku Kristskirkjunni og hluta af
mínum vexti hefi ég fengið i þjón-
ustu þar. Ég var í samfélagsráöi
UFMH og síðan i safnaðarráði
kirkjunnar fyrstu þrjú árin. Það
var mjög dýrmæt reynsla að vera í
safnaðarráðinu, en líka tímafrekt.
Eftir aö ég var beðin um að koma
inn í Evrópustjórnina í Aglow
hætti ég þar enda í fullri vinnu. Ég
fann að Guð var að leiöa mig til
þessara verka og mér finnst mjög
mikilvægt aö hlýða þegar maöur
finnur að Guð er aö leiða mann.
Guð veit alltaf miklu betur en við,
því hann hefur heildarmyndina.
Það er komiö að lokum sam-
tals okkar Eddu. í gegnum starf
Aglow hefur hún fengið að kynn-
ast konum frá löndum, þar sem
fólk þarf oft að fórna miklu fyrir
trú sína á Krist. Mér finnst viö
hæfi að Ijúka samtali minu við
Eddu með þessum orðum hennar:
„Kristindómurinn er okkur svo
auðveldur hér á íslandi, við þurf-
um svo litið aö leggja á okkur fyr-
ir trúna. Ég hef kynnst fólki víðs
vegar að úr heiminum, heyrt
vitnistburö þess og hvað það hef-
ur þurft aö ganga í gegnum og
fórna fyrir trú sína. Þetta er fólk
sem er tilbúiö að leggja á sig
ótrúlegustu hluti til að aðrir fái
að heyra fagnaðarerindið um Jesú
Krist. I rauninni er allt auövelt
fyrir mig hér á Islandi þegar Guð
kallar. Trúin kostar yfirleitt lítiö og
kannski verður trú okkar ekki eins
djúp og hinna sem þjást vegna
hennar. Þetta allt fær mig til að
að spyrja mig: Edda, hvað ert þú
tilbúin til að gera fyrir Krist? Þeg-
ar upp er staöið er þetta spurning
sem viö þurfum öll að standa
frammi fyrir." |
14