Bjarmi - 01.10.2003, Síða 4
Kristín Bjarnaddttir
Kristniboðslæknir
sem sífellt er að
í ár eru 50 ár liðin frá því fyrstu
íslensku kristniboðarnir héldu til
starfa í Eþíópíu. Einn þeirra sem
lengi hafa starfað í landinu og
farið hafa þangað aftur og aftur
til starfa er Jóhannes Olafsson
kristniboðslæknir. Hann er bú-
settur í Noregi og trúlega mun
Það voru mjög órólegir tímar í Kína
og ég man eftir kristniboða sem bjó
á okkar stöð sem hét Knut Samset.
Hann var á ferð með handrit af
sálmabókinni og var tekinn höndum
og dó í höndum ræningjanna. Pabbi
var um tíma á ferðinni til að ná sam-
bandi við þessa ræningja til að reyna
að fá hann leystan.
þekktari meðal stjórnvalda og
fólksins í Suöur-Eþíópíu en á Is-
landi enda hefur hann lagt landi
og þjóð þar suðurfrá ómælt lið
og átt mikinn þátt í að byggja
upp heilsugæsluþjónustuna í suö-
urhluta landsins. Hér birtist viðtal
við Jóhannes sem er uppalinn í
Kína og á Islandi, en hefur starf-
aö mest í Eþíópíu og Noregi.
Hann er sonur hjónanna Olafs
Ólafssonar kristniboða og Her-
borgar Eldevik Ólafsson. Jóhannes
er elstur systkina sinna, á þrjár
systur og bróðurinn Harald, sem
einnig er kristniboöi. Jóhannes er
fæddur í Noregi og fór til Kína
með foreldrum sinum þegar hann
var á öðru ári. Þar bjó hann til tíu
ára aldurs og kom heim til íslands
vorið 1938 þegar Japansstriðið
stóð yfir en þá börðust Kínverjar
og Japanir. Til stóð aö fjölskyldan
færi aftur til Kína, svo í fyrstu
kenndi móðir hans honum og
Guðrúnu systur hans, en þegar
heimsstyrjöldin skall á og Ijóst var
að þau færu ekki aftur til Kína
byrjuðu þau í íslenskum skóla. Jó-
hannes talaði ekki íslensku fyrr en
hann kom til íslands.
Hvernig voru œskuárþin í Kina?
Eg byrjaði í skóla í Kína. Eg
man ekki eftir fyrsta skóladegin-
um en um sumarið vorum við á
öðrum stað vegna óróleika í land-
inu. Ég ferðaöist meö lest til La-
ohokó, þar sem norski skólinn var
og man óljóst eftir þeirri ferð. Ég
man vel skólalífið í Laohokó og
ferðirnar heim. Ég man líka vel
eftir kristniboösstöðinni sem viö
4