Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.2003, Side 15

Bjarmi - 01.10.2003, Side 15
komin vegna þess aö þau skorti vatn. í Omorate er sá siður að sjúklingum er ekki gefið að borða eöa drekka því þá bólgna þeir upp að innan og deyja. Sú einfalda meðferð aö gefa sjúkum að drek- ka var oft næg lækning. Batinn var oft undraverður á skömmum tíma. Við getum lifað lengi án matar en án vatns getum við ekki lifað í marga daga. Við lesum um þaö í Jóhannes- arguöspjalli, 4. kafla, þegar Jesús hittir samversku konuna við brunninn. Rétt eins og vatnstank- urinn í Konsó var brunnurinn stað- ur þar sem fólk hittist og spjallaði saman. Þetta er um hádegisbil og er sagt að Jesús hafi verið veg- móður og stoppar til að fá að drekka. Það ersteikjandi hiti á þessum tíma dags og þvi ekki margir sem eru staddir við brunn- inn. Kannski einmitt þess vegna er samverska konan þarna á þessum tíma til þess að hitta ekki of marga. Hún var ekki hátt sett í samfélaginu. í fyrsta lagi var hún kona, í öðru lagi var hún Samverji en Gyðingar höfðu helst ekki sam- neyti við þá og í þriöja lagi lifði hún ósæmilegu lífi. Hún hafði átt fimm menn og maðurinn sem hún bjó með nú, var ekki eiginmaöur hennar. Það er merkilegt að lesa um það hvernig Jesús kemur fram við þessa konu. Hann þarf á henni að halda til þess að fá að drekka og hún er undrandi að hann skuli yrða á sig. Hann byrjar ekki sam- talið á því að tala um líferni henn- ar. Honum er fullkunnugt um það og hann afsakar það ekki því hann kemur að því seinna ( v.17-18 ). Hann byrjar á því aö segja henni frá gjöf Guðs: v. 10: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: „Gef mér að drekka," þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn." Þessi sam- skipti Jesú viö konuna segja okkur að allir hafa rétt á því að taka við þeirri gjöf sem er Drottinn Jesús. Óháö kyni, húðlit, heilsufari eða þjóðfélagsstöðu erum við öll synd- arar sbr Róm. 3: 22-23: „Hér er enginn greinarmunur. Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð." í frásögunni fær samverska konan þaö sem hún þarfnast mest af öllu. Hún fær lifandi vatn sem hreinsar syndir hennar, gefur fyrir- gefningu og von um eilíft líf. Hún jós úr þeim brunni sem Jesús bauð, brunni sem aldrei þornar upp eða lekur eins og tankurinn i Konsó. Hún fær þetta undursam- lega tilboö I 13. og 14. versinu: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef hon- um mun aldrei þyrsta að eilífu. Þvi vatnið sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs." Viðbrögð konunnar eru þau að hún tekur á móti gjöf- inni fagnandi. Hún fær af vatninu sem Jesús gefur og það verður aö lind sem streymir fram til eilifs lífs. Hún er eins og sjúklingur I Omorate sem bókstaflega vaknar til lífsins við það eitt að fá vatn að drekka. Munurinn er bara sá að hún fær lifandi vatn. Hún skilur eftir skjóluna sína og hleypur til þess að segja öllum frá þessum manni sem hún hafði hitt við brunninn, manni sem bauð fyrir- gefningu og eilíft líf. Og það voru margir sem trúöu á Jesú fyrir vitn- isburð konunnar. Þessi hversdags- legi atburður við brunninn var orðinn að vakningu (sbr. v. 39). Það er stórkostlegt að sjá áhrifin sem konan verður fyrir við aö hitta Jesú þennan dag við brunninn. Fyrst segir hún við hann: „Þú, sem ert Gyðingur" og er hissa á aö hann skuli yrða á hana. Eftir nokkra stund segir hún af auðmýkt: „Herra, nú sé ég aö þú ert spámaður." Þegar hún hef- ur hlustaö á orð hans dálítið lengur segir hún: „Skyldi hann vera Kristur?" í lok kaflans eru bæði hún og fólkið sannfærð: „Við vitum að hann er sannarlega frelsari heimsins." Þaö er næstum hægt að heyra ákefðina og spenn- inginn I rödd hennar sem eykst eftir því sem hún heyrir meira. Hún verður svo spennt aö hún verður að fara og segja frá því sem hún hefur heyrt. Vatn er okkur nauðsynlegt til þess að við getum lifað. Það lif- andi vatn sem Jesús býður er okk- ur nauðsynlegt til þess að viö get- um lifað eilífu lífi. Jesús leggur á það áherslu að við hvílum í orðum hans. Við fáum ekki hið lifandi vatn nema við drekkum af því. Hann orðar þetta í 15. kafla Jó- hannesarguðspjalls: „Verið í mér, þá verð ég í yður." Hann leggur mikla áherslu á þetta, enda end- urtekur hann þessi sömu orö ekki sjaldnar en 10 sinnum í fyrstu 10 versunum: „Verið í mér." Það er áminning til okkar allra að hann segir ekki: Verið í þjónustunni, verið í starfinu, verið í samfélag- inu eða veriö svona. Hann segir einfaldlega: „Verið í mér, þá verð ég í yður." Þetta er leyndardómur sem viö fáum ekki fullkomlega skiliö. Drottinn býður okkur að vera í sér með því að lesa orðiö hans og biðja til hans. Hann býð- ur okkur hið lifandi vatn sem verður að lind sem streymir fram til eilífs lífs. Án vatnsins getum við ekki lifað, við þornum upp. Guð hefur gefið okkur þetta óyfirstíganlega verkefni að fara út til endimarka jarðarinnar og gjöra allar þjóðir að lærisveinum. Þetta er það sem starf kristniboðsins snýst um, að fara til fólksins með þennan gleðiboðskap, að gera eins og samverska konan gerði og veita öðrum hlutdeild í fundi okk- ar við Jesú, þeim sem ekki hafa heyrt. Við sem höfum fengið að drekka af lifandi vatni erum köll- uð til að segja öðrum frá þessum brunni lifandi vatns sem aldrei þornar upp. Er ákafinn í okkur eins og í samversku konunni þegar hún hitti Jesú? Hún gat ekki beöið og það varð vakning í umhverfi hennar. ■ Höfundur er hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir. gubi@islandia.is

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.