Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.2003, Side 17

Bjarmi - 01.10.2003, Side 17
fólksins míns í upphafi prests- skapar, þaö er ekki slæmt aö koma heim til sín til þeirra hluta. Maöur er tekinn eins og maöur er, engin gríma er til staöar. Ritningin segir að enginn sé spámaður i eigin fööurlandi, sem er rétt, en ég geröi ekki tilkall til þess aö vera þaö, en þaö var notalegt aö vera hjá sínu fólki sem hélt fast utan um mann og studdi í starfi og einkalífi. Ég naut líka góðs pró- fasts, séra Sigurðar Guömunds- sonar síöar vígslubiskups. Hann studdi mig af heilu hjarta, einkum i praktískum hlutum, en þar vor- um viö nýútskrifaðir guðfræðing- arnir grænjaxlar. Prestakalliö var fámennt en ærinn starfi. Kannski var þaö vegna þess aö ég var heimamaður, allt í öllu meö þeim. Þaö voru forréttindi fyrir okkur hjónin og fjölskylduna i heild aö vera saman í þessu, þetta voru dásamlegir tímar, ekki síst fyrir börnin. Viö vorum alltaf öll sam- an, en auðvitað kom þaö niður á þeim þegar viö þvældumst meö þau. Oft var langt aö fara enda prestakallið 100 km langt. Á þess- um árum var mikið félagslíf, enda fyrir daga sjónvarpsins sem drap niður mikiö af þeirri menningu. Ég tel þetta hafa verið afar dýrmæt- an þroskatíma fyrir fjölskylduna. Konan mín, Margrét, hefurverið mér ómetanlegur stuðningur í starfi mínu öll árin. Hún er lærður tækniteiknari og var langt komin í BA námi í tungumálum en prests- starfið kom í veg fyrir að hún gæti lokiö því. En viö vorum sam- mála um aö hafa þaö svona. Hún hefur einnig veriö mér frábær stuðningur í starfi mínu í London, sem varö svo krefjandi aö hún gerðist mín helsta hjálparhella í því efni og hætti útivinnu. / hverju fólststarfið i London? Þetta var gjörbylting frá sveitastarfinu, þó fólk sé í grunn- i inum eins hvar sem er, en að- stæöur voru ólíkar. Ég var sendur til aö aðstoða og gæta sjúklinga sem voru á þessum árum sendir í aögeröir til Englands. Ég áttti aö aöstoöa sjúklinganna, gæta þeirra og styöja viö aðstandendur. Þetta var margt fólk, áriö 1983 voru yfir 200 manns sem komu héöan til aðgerða í London. Ég var beinlínis sendur í sendiráðiö til aö taka móti þessum einstaklingum og fylgja þeim eftir. Þetta var mjög krefjandi. Aö auki voru dauösföll tíö. En ég þroskaðist mikið viö þetta starf allt. Vissulega eru minningarnar einnig margar góöar og ég á nú kæra vini um allt land sem ég kynntist í gegnum þetta starf. Þegar ég kom út var ákveðið aö stofna íslenskan söfnuö þar sem prestur var kominn á staðinn. Þar kom aö fleiri samfélög íslend- inga kölluöu á mig. í Hull og Grimsby voru íslendingar sem unnu í innflutningi á fiski og ég fór þangað og víðar á Bretlandi til margháttaörar þjónustu. Ég fór fljótlega aö fara til meginlandsins, einkum til Lúxemborgar þar sem vænn hópur íslendinga býr. Þetta varð fastur póstur alla tíö nema árin sem séra Flóki var þar viö störf. Samtals var ég viö störf mín úti í rúm 19 ár. Þörfin fyrir aö hitta aðra íslendinga verður mikil í útlöndum og einnig þörfin fyrir að hitta þá á nótum trúarinnar og kirkjunnar. Nú ertu fluttur hingað heim, sestur að ó Hólum og tekinn við embœtti vigslubiskups. Hvaða drauma áttu, hugsjónirog markmið íþessu starfi? Fyrir hverju stendur þú? Mér þykir þetta mjög spenn- andi, sit nú hér í Auðunarstofu sem er ákaflega skemmtilegur bakgrunnur, Hólar er stórkostlegur staöur. En ég er ekki hér til aö dvelja í sögunni, heldur til aö glíma við nútímann. Mín hugsjón er að efla starfiö meöal safnaö- anna og örva presta til dáða. Ég á mér draum um að efla enn frekar samvinnu þeirra um verkin svo kostir hvers og eins fái aö njóta sín, að fólk geti nýtt sér styrkleika hvert annars. Ég sé samt ekki að það hætti aö sitja á sínum stað. Þarna má bæta úr, efla samstarf sem fyrir er og koma á betra skipulagi. Mig langar einnig aö vinna aö því að koma á kirkjumiðstöð á Ak- ureyri. Starfiö þar hefur ekki verið mjög skipulagt, en ég vil reyna aö koma á kirkjulegri miðstöð sem gæti geislað út frá sér ýmislegri þjónustu. Akureyri er mikill skóla- bær, viö þurfum að sinna skólun- um og unga fólkinu þar og reyna aö koma á samvinnu viö skólana og aðra stofnanir sem viö getum liðsinnt. Hvaö safnaðarstarfið snertir Vígslubiskupshjónin langar mig að vera söfnuðunum aö Hólum, Margrét til uppörvunar, ekki aöeins prest- og Jón. unum. Safnaöarfólkið skiptir mestu er upp er staöiö, án þess er engin kirkja. Ég vildi geta séö meiri fræöslu, en það hefur geng- iö erfiðlega aö fá fólk til að sækja þau fræðslunámskeið sem boðið hefur veriö upp á. Það virðist vanta glóðina, hún þarf aö kvikna og er fyrirbænarefni. Ef ég lít mér nær sé ég fyrir mér uppbygginguna hér á Hólum. Hér er nú öflugur skóli á háskóla- stigi. Mig dreymir um aö tengja betur kirkjuna og skólann í góöu starfi. Ég er reyndar með ákveöna stofnun í huga, Guðbrandsstofnun, sem yröi fræöasetur er tengdi allt starf staöarins saman. Þá verðum viö í raun komin hringinn á 900 ára sögu staöarins áriö 2006. Þar meö kveðjum við og von- um að lesendur blaðsins séu að- eins vísari um vígslubiskupinn á Hólum um leiö og viö óskum hon- um Guös blessunar i starfi. ■ Viðmælandi er ritstjóri Bjarma. ragnar@sik.is 17

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.