Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2003, Qupperneq 30

Bjarmi - 01.10.2003, Qupperneq 30
Verslunarmannahelgin 2003 Um verslunarmannahelgina voru haldin nokkur kristileg mót víöa um land þar sem fólk kom saman sér til uppbygging- ar, hvíldar, skemmtunar og samfélags. Hér er sagt frá fjórum þeirra í máli og myndum. Vatnaskógur Skógarmenn KFUM efndu til Sæludaga um verslunarmannahelgina eins og undanfar- in ár, en hugsjónin með Sæludögum er aö bjóöa upp á heilbrigöa skemmtun og kristna fræðslu og boðun fyrir alla fjöl- skylduna. Mótiö sóttu um eitt þúsund manns, en þaö stóö frá föstudagskvöldi fram á mánudagsmorgun. Dagskráin var afar fjölbreytt og átti veöurbliðan sinn þátt i aö gera dvölina sérstaklega ánægju- lega. Eitthvaö var í boöi fyrir alla, börnin, unglingana og fulloröna. Á kvöldin voru kvöldvökur í anda Vatnaskógar sem end- uöu með hugleiðingu. Á morgnana sá séra Magnús Björnsson um biblíufræðslu. Vatnaleikir, íþróttir, kassabílarallý, strand- ferð í Oddakot, hæfileikakeppni, fræðslu- erindi og gönguferöir voru á meðal þess sem í boöi var yfir daginn. Á laugardags- kvöld voru tónleikar meö þátttöku Ellenar Kristjánsdóttur, KK og Magga Eiríks og hljómsveitinni „Lot of love, not a penny." Hámark mótsins var á sunnudag þegar þess var minnst að 80 ár voru liðin frá því starfið i Vatnaskógi hófst. Séra Sigurður Pálsson annaðist hátiðarguðsþjónustu og minnti á hlutverk staöarins í öll þessi ár, í nútíö og framtíð: Að leiöa unga menn til Jesú Krists. Um kvöldiö var öllum boðið í afmælistertuna aö lokinni kvöldvöku og síöan var bæöi lofgjörðarstund og varð- eldur sem markaði að mörgu leyti loka- punktinn og um leið hámark hátíðarinnar. Þátttakendur mótsins komu úrýmsum áttum, gamlir Skógarmenn sem dvalið hafa í stuttan eða lengri tíma í Vatnaskógi komu meö fjölskyldur sínar, félagsfólk í KFUM og KFUK, fólk úr ýmsum söfnuðum þjóðkirkjunnar og fólk sem lítiö eða ekkert hefur tekið þátt í kristilegu starfi fann þarna rólegan og öruggan stað fyrir sig og sína meö heilbrigðri og góðri skemmtun í hæsta gæðaflokki og boðun Guðs orðs þar sem bent var á frelsarann góða sem væntanlega skilar einnig sínu. Ragnar Gunnarsson Kirkjulækjarkot Hið árlega Kotmót var haldiö í Kirkju- lækjarkoti í Fljótshlíö um verslunarmanna- helgina. Mótið er fyrir löngu orðinn vett- vangur kristins fólks til að koma og eiga saman uppbyggilega helgi. Dagskrá móts- ins hófst fimmtudaginn 31. júlí og stóö til mánudagsins 4. ágúst. Að þessu sinni fengum viö góðan gest í heimsókn sem var aðalprédikari mótsins, Owe Lindeskar. Hann var forstöðumaður í Stokkhólmi til margra ára. Yfirskrift mótsins var „Vinir Jesú" og textinn tekinn úr Jóhannesarguðspjalli 15:14. Mótið hófst með gospelsamkomu í um- sjón Gospelkompanísins. Strax í upphafi mótsins var mikil eftirvænting og auðséð aö það yrði fjölmennt. Mótsgestir voru um 3000 og einnig voru margir sem lögðu leið sína í Kirkjulækjarkot til að líta við. Mikil áhersla var lögð á það í dagskrá mótsins að þar væri fjölbreytnin í fyrirrúmi þannig að allir fyndu eitthvað fyrir sig. Þannig var t.d. Survivor-keppni og Carnival fyrir alla fjölskylduna eftir hádegið á laug- ardegi og sunnudegi. Á Kotmóti er alltaf sérstakt „Barnamót" og tókst það sérstak- lega vel og fóru börn jafnt sem fullorðnir sátt og uppörvuð heim. Sérstök samvera var einnig haldin til að heiðra þær konur sem í áranna rás hafa verið máttarstólpar í Hvítasunnu- kirkjunni á íslandi. Aðstaða hefur verið sett upp i kjallara Arkarinnar þar sem unglingarnir gátu ver- ið út af fyrir sig. Sú nýbreytni var tengd mótinu nú í ár að helgina áður var sérstakt gospel-mót sem heppnaðist framar öllum vonum og er komið til að vera í framtíðinni. Þangað komu um 100 manns og fengu kennslu og 30

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.