Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 30
þjálfa aðra til þjónustu. Við þurfum að minna á verk andans og hlutverk náðargjafanna í Guðs ríki. Skipulag og dagskrá er mikilvæg í öllu kirkju- legu starfi en ef andinn fær ekki að fylla það með krafti verður það ekki Guðs ríki til eflingar. Sumir telja að tími okkar sé liðinn. OASE hefur haft mikil áhrif á marga söfnuði og kristilegu hreyf- ingarnar í Noregi sem við getum ekki mælt. Fólk er mun jákvæðara í garð lofgjörðar á nýjum nótum og fyrirbænar en áður var. Aðalmark- miðið var ekki að auglýsa nafn OASE eða byggja hreyfinguna sem mikið afl heldur að hafa áhrif. Við erum oft beðin um að koma og ræða við presta og safnaðarstjómir. Við styðjum safnaðaruppbyggingu og hjálpum til i nýjum söfnuðum þar sem þess er óskað. Langtíma- markmið okkar er að halda endur- nýjuninni lifandi sem víðast. Við erum í samstarfi við systurhreyf- ingar okkar á Norðurlöndunum, við endurnýjunarstrauma innan anglikönsku kirkjunnar og víðar. Ég held það sé aðeins spurning um tíma að áhrifin frá endurnýjunar- og vakningarhreyfingum þriðja heims- ins nái okkur og fái að auðga okkur og styrkja. Hvaö er að gerast úti í heimi? Margt spennandi á sér stað úti í hinni víðu veröld. Miklar vakningar eru í Asíu. Hér á Vesturlöndum er trú okkar og kirkja um of mótuð af í íokuöum löndum þar sem ofsóknir eru miklar á hendur kristnu fólki fáum við fréttir af táknum og undrum sem eðlilegasta hlut. skynsemi. Við erum góð í guðfræði en ekki eins góð í krafti Guðs. Eitt dæmi er prédikarinn Bonnike. Hann hefur undanfarin tvö ár náð til griðarlega margra. 44 milljónir hafa fengið sent eftirfylgdarefni til upp- fræðslu, að eigin beiðni. Þetta segir okkur mikið, hvort sem við erum sammála öllu sem hann segir eða starfsaðferðunum í smáatriðum eða ekki. í lokuðum löndum þar sem ofsóknir eru miklar á hendur kristnu fólki fáum við fréttir af táknum og undrum sem eðlilegasta hlut. Margt minnir á tíma postulanna. Guð er sterkur, hann sýnir sig á meðal okkar. Hverju viltu bæta viö í lokin? Mig langar til að minna á það að lóndin okkar eru kristniboðsakur. Fók þarf ekki bara útskýringar, held- ur einnig Heilagan anda þegar það mætir kristnu fólki. Fólk hlustaði á Jesú því það fann kærleikann og kraftinn sem kom frá honum. Þessi sami kraftur og kærleiki er það sem Guð vill miðla til annarra fyrir starf Heilags anda, svo fólk snúi sér til Jesú. Nú á tímum hafa orð minna að segja en áður, en verkin tala þeim mun meira. Alfa-námskeiðin eru hluti af því að fara með fagn- aðarerindið út á götu. Við þurfum að hlýða Guði, að þora að stíga fram. Jesús var úti á götu, þar þurfa náðargjafimar að vera að verki, þar sem við erum og fólkið er. Hann talaði síðan til þeirra sem drógust að honum og kaliaði fólk til iðrunar. Hin kristnu í frumkirkjunni unnu sömu verk og Jesús Kristur og voru með sama hugarfari og hann. Við þurfum að hleypa Heilögum anda að og fyllast honum svo hið sama gerist á meðal okkar. Jesús hefur skapað söfnuð sinn þar sem við eigum að uppfylla hvert annað og gera Jesú Krist sýnilegan, hvert á sinn hátt. Guð gefur okkur náðar- gjafir. En við erum ekki eins, og gjafimar eru mismunandi. Guð vill eiga samskipti og sam- félag við okkur. Jesús sagði: Mínir sauðir heyra raust mína. Guð þráir að vera nálægur okkur og ná til hjartna okkar. Það er ekkert sér- stakt að heyra rödd Guðs, að hann tali til okkar. Það er eðlilegt, þvi Jesús hefur skapað söfnuð sinn þar sem við eigum að uppfylla hvert annað og gera Jesú Krist sýnilegan, hvert á sinn hátt. Heilagur andi er hjálparinn sem Guð sendi okkur til að áminna okkur. Guð spyr umfram allt um fús- leika og hvort við séum tilbúin. Þá gefur hann hæfileikana til að þjóna sér. Guð vill alltaf láta okkur reyna eitthvað nýtt. Slökum á, horfum til himins og beinum sjónum okkartil Jesú. Heilagur andi býr í okkur, setjum traust okkar á hann. Hann mun koma því til leiðar sem Guð vill að gerist þegar hann fær að komast að og fylla okkur, dag eftir dag. Viö látum þessa hvatningu um aö heyra raust Jesú og hleypa Heilögum anda aö á nýjan leik vera lokaoröin og biöjum Einari Guös blessunar í starfi hans. Viðmælandi Einars er ritstjóri Bjarma ragnar@sik.is 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.