Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 39
Fréttamolar Palau í Perú Luis Palau hélt nýverið samkomu- röð í Lima, höfuðborg Perú. Hann segir að 40.000 manns hafi fyllt út spjöld og gefið til kynna að þeir hafi tekið ákvörðun um að fylgja Kristi í fyrsta sinn. Þetta er áberandi há tala miðað við starf Palau til þessa. Um 600.000 manns sóttu sam- komumar sem báru með sér merki tónlistarhátiðar: Great Music, Good News. Kristið fólk flýr írak Eftir nokkrar árásir á kirkjur í Bagdad i haust hefur kristnu fólki sem flýr landið fjölgað til muna. Harðlinumúslimar álíta að kristið fólk sé kjörið til samstarfs i augum Bandaríkjamanna og senda sprengjur á kirkjumar. Deilt um krossinn á Bretlandi Miklar umræður hafa farið fram á Bretlandi á undanfömum mánuðum eftir útkomu bókar Steve Chalke, The Lost Message of Jesus um friðþæginguna og hvað gerðist þegar Jesús dó. Áhugasamir geta kynnt sér málið á http://arotau.com/archives/2004/09 /06review-the-lost-message-of- jesus-by-steve-chalke/. Vefsíða Kristilegu skólahreyfingarinnar í Danmörku heiðruð Kristilega skólahreyfingin i Danmörku (Kristeligt Forbund for Studerende - KFS) heldur úti vef- síðu í boðunarskyni, www.link- tochrist.dk. Hún var sérstaklega heiðruð sem önnur besta kristilega vefsíða landsins nýverið. Siða KFS er tæki til að ná til skólafólks og stúdenta með fag- naðarerindið. 103 íslendingar á móti í Svíþjóð í september sóttu 103 íslendingar mót Nýrrar kynslóðar, kristilegs skólastarfs á þverkirkjulegum grun- ni, sem haldið var í Gautaborg og sótt var um 4.000 manns. Að mati þátttakanda var mótið til mikillar hvatningar og uppörvunar. Þjonar í húsi Guðs Út er komin bókin Þjónaríhúsi Guös - handbók fyrir meöhjálpara og kirkjuverði, sóknarnefndir og sfarfs- fólk kirkjunnar. Ritið hefur að geyma hagnýtan og sögulegan fróðleik um hið forna og virðulega embætti meðhjál- parans sem gegnir lykilhlutverki í helgihaldi þjóðarinnar. Einnig er fjallað um ýmis embætti önnur sem að kirkjulegri þjónustu koma, svo sem starf kirkju- varðarins og hringjarans, og önnur þau verk sem unnin eru í kirkjum og safnaðar- heimilum. Þá er fjallað um kirkju- rýmið, guðsþjónustuna, meðhöndlun kirkjugripa, friðaðar kirkjur og kirkju- garða. Ritið bætir úr brýnni þörf fyrir hand- hægar upplýsingar og aðgengilegan fróðleik um þetta efni og á erindi við alla sem hafa áhuga á kirkjulegri þjónustu í sögu og samtíð Bókina prýðir fjöldi Ijósmynda úr starfsumhverfi meðhjálparans. Myndimar eru mjög fallegar og faglega teknar. Þær gera bókina að mun fallegri prentgrip en ella. Hér er á ferðinni falleg og mjög svo hagnýt bók sem vandað hefur verið til á allan hátt. Gunnar Kristjánsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir ritstýrðu verk- inu. Útgefandi er Kjalarnessprófastsdæmi og er bókin til sölu í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. > ''-91 1 ' ¦1 ¦ 1 Guðsþjónustan í.l AtftíU pnill OIJ iiínjfljr H |l lii. i u* iJMi 1— ¦l'wn t-t^»i», . ... 1, ....... . 1 . . .......... . ¦¦. «., . . -^. ¦ - JL. m.,\ ^ .«,1. ww i U WiHijllf.rHMt 1 nlHHnmtwwl i . . 39

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.