Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 5
boði. Eiginlega fannst mér ekki eins og annaö væri inni í myndinni. Ég fór á Fjellhaug, biblíuskóla norska kristniboðssambandsins og var þar i eitt ár. Þar sem ég var ekki enn viss um hvað Guð ætlaði mér að því ári loknu áleit ég að guðfræði væri góður undirbúningur fyrir hvort sem væri. Þannig atvikaðist það að ég fór að lesa guðfræði. Ég var þá tiltölulega nýr í trúnni og eftirvænt- ingarfullur gagnvart handleiðslu Guðs. Þú komst til stafa hér 2002 og þá var ekki og er ekki enn nein sóknar- kirkja. Á hverju fannst þér mikil- vægast aö byrja í nýrri sókn þegar þú komst til starfa? Fyrsta verkið var að vinna að undirbúningi þess að hægt yrði að hefja helgihald. Hér starfar góð og dugleg sóknarnefnd sem hófst þegar handa við að leita að hús- næðí fyrir guðsþjónustur. Við fengum aðstöðu i Lindaskóla og þar hefur okkur verið mjög vel tekið og samstarf allt gengið mjög vel. Og sóknarbömunum líður vel þar, það eru um 150 manns sem koma til guðsþjónustu á hverjum sunnudegi. Börn og fullorðnir byrja saman I guðsþjónustunni, en svo fara börnin fram og fá þar sína fræðslu. Eru sóknarbörnin fyrst og fremst ungar fjölskyldur? Nei, samsetning sóknarbarna er afar breið og aldursdreifing mikil. Það gerir starfið afar spennandi og uppbygging starfsins er mikið verk- efni. Söfnuðurinn telur um 6000 sóknarbörn í dag en er í örum vexti. Safnaðarheimili hefur verið reist á lóðinni þar sem kirkjan mun síðar rísa, við Uppsali. Þar eru skrifstofur sóknarprests og organista auk þess sem þar er aðstaða fyrir fermingar- fræðslu og minni athafnir. Framundan eru spennandi verkefni við áframhaldandi uppbyggingu innra starfs og kirkjubyggingu.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.