Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 25
hvers konar eirðarleysi og mér varð sama um hlutina. Samt hélt ég alltaf í vonina og þá hluti sem ég hafði upplifað í KFUM og K. Þar var mikið talað um að frelsast og ég hélt að ég hefði verið trúaður en samt skildi ég ekkert hugtakið almennilega innst inni og að það þýddi í raun að gefa allt. Nokkru siðar kynnist ég svo kirkjunni aftur, ég var beðinn að vera með i popp- og jazzmessum og fórum ég og kunningi minn að leita að gospelkór til þess að hafa þetta veglegt. Við fundum engan gospelkór í Reykjavik nema á Hernum og okkur fannst það svolitið fyndið til að byrja með að fara á Herinn. Það kom okkur mjög á óvart að þarna væri starfandi kór með u.þ.b. 70 manns og nánast allt kvenfólk og við fórum að vinna saman og þetta gekk Ijómandi vel. Þetta voru erfiðir timar hjá mér og ég fór að sækja í það að hitta þetta fólk. Upp frá þvi fór ég taka þátt i starfinu og byrjaði í gospelkvartett og spilaði á bassa í kórnum. Ég mætti á samkomur á Hernum og þar fann ég mikla hlýju og kærleika og þarna var fjölskyldutilfinning sem ég hafði ekki fundið í langan tíma. Eitt kvöldið heima hjá mér brast svo eitthvað inni í mér og ég féll á hnén og frelsaðist. Sjálfum hafði mér fundist herbúningurinn svolitið spaugilegur en sá eftir að ég frelsaðist hvað þessi afstaða sem búningurinn felur i sér er mikil- væg. Löngun í hluti sem mér hafði áður þótt áhugaverðir hvarf alveg og ég fór að einbeita mér að Jesú. Á þessu tímabili var ég að berjast við tilfinninguna að ég ætti ekki neitt gott skilið og átti erfitt með að trúa því að ég ætti einhvern timann eftir að vera hamingjusamur, mér fannst lífiö vera barátta. En eftir að ég frelsaðist þá kom allt önnur tilfinn- ing og mér fannst ég geta unnið allan heiminn fyrir Guð. Það er erfitt að útskýra þetta en Guð breytti í raun persónu minni og gaf mér nýtt líf. Síðan hafa ótrúlegir hlutir gerst í lífi mínu." Um þetta leyti kynnast Siggi og Rannvá á Hjálpræðishemum, en Rannvá var hér á landi í tónlistar- námi. Þau byrjuðu að syngja sam- an i kvartett og svo leiddi eitt af öðru og þau gengu í hjónaband í lok árs 1995. Þau bjuggu nokkur ár i Reykjavík og Siggi fann fyrir köllun Það er erfitt að útskýra þetta en Guð breytti í raun persónu minni og gaf mér nýtt líf. til þess að fara út og þjóna en Rannvá fannst það ekki koma til greina. Einn daginn breyttist það og hún fékk sömu köllun og sagði við Sigga: „Það er eins Drottinn sé að segja mér að ég eigi að fara út og starfa fyrir hann," og Sigga létti mjög. Hann hafði haft þessa köllun lengi en ekki komið sér að því að ræða það við Rannvá. En þarna fundu þau að Drottinn var að kalla þau til starfa fyrir sig. Þau fóru eitt ár til Suðureyjar i Færeyjum þar sem þau voru í starfi fyrir litinn flokk en siðan var ferðinni heitið til 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.