Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 13
samskipti og hvað við getum gert til að auka gagnkvæman skilning og virðingu. Þvertrúarleg samskipti glíma við sýnilegan mun og að- greiningu og þjálfa okkur í að lifa í fagnaðarerindi sáttargjörðar. Enska kirkjan er mjög mótuð af samkirkju- hugsun og í þvertrúarlegum sam- skiptum reynum við að starfa saman með öðrum kirkjudeildum. Við höfum reynt að safna saman fulltrúum kirkjudeildanna, en það er ekki einfalt því aö við erum ekki öll sammála um það hvernig skuli standa að svona starfi og hve langt skuli ganga. Fólk innan sömu kirkjudeildar er ekki sammála um áherslur í þessu efni og oft er meiri munur innan kirknanna en milli þeirra um þessi mál. Hvernig hefur fólk skipst í hópa? Undanfarin 20 ár hefur afstaða fólks greinst í þrjá meginstrauma. Mikilvægasta spurningin er þá um hjálpræðið og leið okkartil Guðs, þ.e. hvort fólk annarrar trúar getur frelsast og ef svo er, þá hvernig. Á Englandi og i kirkjunni minni er fólk ekki sammála um áherslur í þessum efnum. Sumt fólk segir: Jesús er eini vegurinn til hjálpræðis, hver og einn þarf að taka við honum til að frelsast (aðgreining, exclusivism). Aðrir segja: Já, Jesús er vegurinn, en í öðrum trúarbrögð- um getur fólk gengið á þeim vegi, þó svo að það þekki hann ekki (umlykjandi, inclusivism) enda sé hjálpræðið í Jesú ávallt að frum- kvæði Guðs sem kalli manninn til samfélags við sig óháð aðstæðum hans. Enn aðrir segja: Öll trúar- brögð hljóti að leiða til sama guð- lega veruleika og engin trúarbrögð geti verið sannari eða betri en önnur (fjölhyggja, pluralism). Mismunandi áhersla birtist i guðfræðinni og starfi kirkjunnar. Við höfum mismunandi skoðanir á því hvernig stunda skuli boðunarstarf, hvert eigi að vera samband boðun- arstarfs og samræðna. Ég er ekki á þvi að við getum flokkað alla í þessa þrjá flokka. Þessi flokkun hjálpar okkur til að fá yfirlit og greina meginstraumana, en línurnar eru ekki alveg skýrar þannig aö setja megi alla í einhvern þessara flokka. T.d. er áhersla þeirra sem trúa því að Jesús einn sé vegurinn sú að hver og einn verði að trúa á Jesú Krist til að frelsast. En þá er ekki búið að svara spurningunni: Hvað ef fólk hefur ekki getað trúað á hann, af þvi að það hefur ekki heyrt um hann? Fær það þá tæki- færi eftir dauðann? Ef fólk svarar því játandi þá hefur það nálgast afstöðu hinna umlykjandi. Ég persónulega spyr mig: Hvers vegna er þetta mikilvægasta spurn- ingin? Fyrir mér er einnig mikilvægt hvernig ég lifi sem kristinn einstakl- ingur innan um nágranna mína. Hvaða þýðingu hefur það? Hvernig birtist réttlæti Guðs í lífi mínu? Hvað merkir það að fylgja Jesú Kristi? Við verðum að leita svarsins á breiðari grundvelli og svara þessu út frá þvi: Hver er Guð sem faðir, sonur og heilagur andi? Ég veit að umlykjandi afstaða getur gert okkur löt, ef allir eru hvort sem er á leiðinni, þurfum viB þá nokkuð að boða trúna? Eigum við þá nokkuð að stunda kristni- boð? Það er hættan, en minnumst þess líka að ekki er auðvelt fyrir okkur að dæma í þessu efni. Ef við erum i þörf fyrir að dæma aðra erum við ekki með góðar fréttir. Ég man eftir manni heima sem stóð með gjallarhornið og sagði við fólk- ið sem gekk hjá og var flest hindúa- trúar: Þið munuð öll glatast! Þetta voru ekki góðar fréttir og fólk hafði eðlilega ekki áhuga á að vita meira. Hefði hann bent á leiðina og björg- unina hefði það verið öllu betra. Síðustu 15-20 árin hefur guð- fræðileg umræða færst yfir á það sem er sameiginlegt. Reynt er að taka inn fleíri þætti, ekki aðeins spurninguna um hjálpræðið. Sam- tíminn leggur áherslu á hið sameiginlega og vill gera lítið úr muninum eða því að til sé algildur sannleikur í trúarefnum. Það hefur Köllun kirkjunnar er að boða fagnaðar- erindið. En það er erfitt ef við vitum ekki hverra við viljum ná til. hvernig fólk af annarri trú hugsar og ef við berum ekki virðingu fyrir því. líka sin áhrif á umræðuna. í fjöl- menningu er gjarnan dregið úr hinu sérstaka og horft á það sem sam- einar. Við þurfum að spyrja okkur hver sé grundvöllur okkar, á hverju bygg- ir sjálfsskilningur okkar? Hver er staða Ritningarinnar og hefðarinnar í því sambandi? Samræður okkar og sjálfsskilningur eiga ekki aðeins að vera kenning, guðfræði eða trúarbragðafræði, heldur hafa áhrif á það hvernig við lifum og ræktum trú okkar, þ.e. hvernig við komum fram við annað fólk. En hvers vegna þurfum viö aö stunda samræður viö fólk af annarri trú? Köllun kirkjunnar er sú að boða fagnaðarerindið. En það er erfitt ef við vitum ekki hverra við viljum ná til, hvernig fólk af annarri trú hugsar og ef við berum ekki virðingu fyrir 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.