Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 3
Ef nísyf írlit 4 Áaðventunni er eins og jörðin smitist af dýrö himnanna Halla Jónsdóttir heimsótti sr. Guðmund Karl Brynjarsson sóknarprest í Lindasókn og ræddi við hann um trú hans og starf, aðventuna og fleira. 8 Aldarafmæli Kristn i boðsfél ags kvenna í Reykjavík Félagið hélt upp á 100 árin sín í nóvember. Þess er minnst með myndum frá hátíðinni og erindi Lilju S. Kristjánsdóttur um petta merka félag. 12Viðbúinað hlustaogtala Ritstjóri Bjarma hifti dr. Miichael Ipgrave er hann heimsótti landið í september og spurði hann um þvertrúarleg samskipti og velti upp ýmsum spurningum í því sambandi. 16Við eigum að segja satt Sr. Ólafur Jóhannsson heldur áfram umfjöllun sinni um boð- orðin tíu og er nú kominn að því áttunda. 24 28 Drottinn kallaði þau til starfa Hanna Þórey Guðmundsdóttir hitti hjónin og hjálpræðisher- mennina Rannvá Olsen og Sigurð Hörð Ingimarsson á Akureyri fyrir stuttu. Hún ræddi við þau um leið þeirra til trúar, þjálfun þeirra og starf í Noregi og á íslandi. Andinn þarf að fá að fylla starfið krafti sínum Ritstjóri Bjarma ræddi við Einar Ekerhovd, prest og forsvars- mann OASE-hreyfingarinnar í Noregi, um starf andans og endurnýjun einstaklingsins og safnaðarins. 32lnnihaldogmerking aðventunnar Ragnar Snær Karlsson og Málfríður Jóhannsdóttir hafa oft haldið námskeið og vakið athygli á aðventunni og hvernig má fylla hana innihaldi. í þessari grein vekja þau til umhugsunar og koma með hagnýtar tillógur um það hvernig megi koma því í verk. Auk þess: Styttri greinar og fréttir úr ýmsum áttum. Aðventa og jól - tími andstæðna Viö höldum jól og gleðjumst yfir komu frelsarans með bæn í brjósti um frið og frelsi öllum til handa. En þrátt fyrir góðan boðskap og innihaldsríka hátið er eins og andstæður lífs- ins hrópi hvað mest á okkur á þessum tíma ársins. Ekki þarf að undrast því lífið sem okkur er gefið ber bæði merki hins jarð- neska og hins himneska, hins mannlega og hins guðlega. Sumar andstæður lifsins eru óumflýjanlegar, en svo er eins og aðrar séu tilbúnar af okkur sjálfum og misviturlegar. Aðventa og jól eru upphaflega tveir ólíkir tímar og fela í sér andstæður. Aðventan er enn stundum kólluð jólafasta og því merki- legt að víða er boðið til jólahlaðborðs og jólagleði þannig að þegar að jólunum kemur er jólamaturinn orðinn hversdagslegur. Andstæða jóla og aðventu týnist. Jólaverslunin hefst í október með skrauti, auglýsingum og margvíslegum tilboðum. Vaxandi samkeppni færir okkur lægra verð og lengri tíma. Þvi er ekki að undra að sums staðar skuli vera farin af stað fjöldahreyfing undir kjörorðinu: „Skilið okkur jólunum!" En við eigum erfitt með að bíða og föllum í gleypuganginn. Velmegun Vesturlanda á sér skuggahlið fátæktar bæði hér i þessum heimshluta og ekki síst víðast hvar í hinum þriðja heimi. Á þetta erum við minnt i kaupgræðgi og veraldarvafstri jólaundirbúningsins. Aldrei hefur verið meira beðið um hjálp: Fólk á öllum aldri, ungir öryrkjar og áfram má telja. Sem betur fer reynum við að rétta þeim hjálparhönd, en vonandi ekki til að svæfa samviskuna og gleyma andstæðun- um. En eitthvað er skakkt þegar þessi mynd blasir við okkur á mesta velmegunartíma íslandssögunnar. Bíókynslóðin, unga fólkið, sækir kvik- myndahúsin reglulega. Þau þurfa sum að sjá góða jólamynd til að komast í jólaskap. Sumt fólk þarf helst að horfa á nokkrar gamlar og góðar kvikmyndir á undirbún- ingstíma jólanna. En á aðventunni er einnig frumsýnd ein óhuggulegasta og ógeðs- legasta kvikmynd sem gerð hefur verið, ef marka má auglýsingarnar. Jólin eru gleðihátíð þar sem margar minningar fylla huga okkar. Þá er ekki að undra að sorg og minningar tengdar missi sæki einnig á okkur. Sár fortiðar, söknuður og einmanaleiki því tengdu magnast oft upp á stund gleðinnar og samfélags við ættingja okkar og vini. Á þessari aðventu, eins og svo mörgum öðrum, berast okkur fréttir af stríðsátökum og mannfalli. Flestar koma fréttirnar núna frá írak en vissulega er viðar barist. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs virðast vera á tímamótum, eins og oft áður. En aðventan er tími vonar og fjölmiðlar bera okkur fréttir af auknum væntingum um frið á því svæði. Þýski utanríkisráðherrann Joschka Fischer minnir á að afar mikilvægt sé að bundinn verði endir á þjáningar beggja aðila. Boðskapur jólanna er boðskapur um andstæður: Konungur himinsins fæddist sem fátæklingur i fjárhúsi. Hann gerðist fátækur okkar vegna. Hann svipti sig öllu, lægði sjálfan sig og var hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. Andstæður dóms og náðar birtust í lifi hans og starfi. Við syngjum gjarnan jólasálm Einars Sigurðssonar og erum minnt á að „það er nú heimsins þrautarmein, að þekkja' hann ei sem bæri." Jesús gekk inn í heim and- stæðna, sem hinn fátæki, hrjáði, þjakaði, einmana, yfirgefni og loks krossfesti frelsari sem lagði sjálfan sig og þar með allt í sólumar fyrir okkur. Hann þekkir okkur og hag okkar. Hann vill ganga með okkur í andstæðum lifsins, hverjar sem þær eru. Faðmur hans er opinn. Mætti það komast til skila sem víðast nú um jólin, því að okkur er í dag frelsari fæddur. Ragnar Gunnarsson Bjarmi 98. árg. 4. tbl. desember 2004 Utgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson og Haraldur Jóhannsson. Ritnefndarfulltrúar: Ragnar Schram og Hanna Þórey Guðmundsdóttir. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, kennitala 620875 0239, reikningsnúmer 0101 26 4051, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl. Verð í lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Guðlaugur Gunnarsson. Hanna Þórey Guðmundsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Hrönn Svansdóttir og Ragnar Björgvinsson. Forsíðumynd: Sigurður Ragnarsson. Umbrot: Steinar Ragnarsson. Prentun: Prentmet.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.