Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 23
^^jk I vr HL Friðrik Schram Islenska Kristskirkjan vígir kirkjuhús sitt í Reykjavík Sunnudaginn 24. október s.l. vígði islenska Kristskirkjan húsnæði safnaðarins við Fossaleyni 14 í Grafarvogi. Fjölmenni var við athöfnina og stundin hátíðleg. Fulltrúar ýmissa safnaða og krist- inna félaga voru viðstaddir og færðu söfnuðinum heillaóskir og gjafir í tilefni dagsins. íslenska Kristskirkjan var stofn- uö 4. október 1997. Ástæðurnar voru þær að fólk það sem starfaði innan samtakanna Ungt fólk með hlutverk - sumt af því hafði stofnað samtökin rúmum 20 árum áður- fann fyrir mikilli þörf á því að endurskipuleggja starf sitt og stofna sjálfstæðan söfnuð. Ungt fólk með hlutverk hafði frá upphafi starfað sem sjálfboðahreyfing innan þjóð- kirkjunnar, mest á höfuðborgar- svæðinu, en átti þó enga starfsað- stöðu þar. Þetta var farið að há starfinu tóluvert. Fannst okkur við oft vera í stöðu andlegra sigauna sem fóru milli kirkna en áttu engan eigin samastað. Eins fór að bera á röddum innan samtakanna sem óskuðu eftir að fá prestsþjónustu innan eigin samhengis. Það sem e.t.v. flýtti líka fyrir safnaðarstofn- uninni var að á þessum árum fór frjálslyndi, bæði siðferðilegt og kenningarlegt, vaxandi innan þjóð- kirkjunnar og erfiðara fyrir okkur að fá hljómgrunn fyrir áherslur okkar innan hennar. Líka má nefna eitt sem virkaði sem hvati að stofnun sjálfstæðs safnaðar, en það var ný endur- nýjunarbylgja á alþjóðlegum kirkju- vettvangi sem kallaðist „Toronto- blessunin" og upp kom í Kanada árið 1994. Áhrifa hennar gætti mjög í Ungu fólki með hlutverk og stuðluðu að því að þetta stóra skref var stigið að stofna íslensku Krists- kirkjuna. Síðan eru liðin sjö ár og á þeim tíma hefur söfnuðurinn verið að koma sér fyrir og kynna starfsemi sina. Ekki voru allir sáttir við stofn- un safnaðarins, einkum fólk innan þjóðkirkjunnar sem lítið þekkti til starfs Ungs fólks með hlutverk á þessum árum. Það er gjarnan þannig þegar eitthvað nýtt er stofn- að að sumir skilja ekki þörfina og láta andúð sína í Ijós. Við því er ekkert að gera. Hverjum er frjálst að hafa sina skoðun. í íslensku nútimaþjóðfélagi ríkir fjölhyggja þar sem alls konar stefnur og straumar fara um. Smekkur fólks er misjafn og það velur sér vettvang eftir sinum eigin áhugamálum fremur en eftir eldri hefðum og fyrirmælum annarra. Þessu ástandi verður íslensk kristni að mæta. Ein leið, og að okkar mati góð leið, er að söfnuðir séu marg- breytilegir að ytri gerð og starfs- háttum. Þannig ættu sem flestir að finna safnaðarstarf að eigin smekk. Fólk lætur ekki lengur segja sér í hvaða kirkju það á að fara og hvers konar helgihald það á að sækja, það fer þangað sem það vill. Islenska Kristskirkjan vill vera trú Heilagri ritningu og boða fagnaðar- erindi Krists að skilningi lúthersks rétttrúnaðar og með blæbrigðum hinnar svokölluðu náðargjafahreyf- ingar (sem var áberandi á síðari hluta síðustu aldar). Guðsþjónustu- form safnaðarins er frjálslegt og þátttaka meðlima mikil. Tónlistin er nútimaleg og lofgjörðin aðgengileg. Nú þegar söfnuðurinn hefur eignast eigið húsnæði hafa opnast nýir möguleikar á vaxandi út- breiðslustarfi og meiri fjölbreytileika í starfseminni. Söfnuðurinn er með- limur í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Hann vill vera virkur í samkirkjulegu samstarfi, bæði hér og erlendis. í því sambandi má lika nefna þátttöku í Sambandi islenskra kristniboðsfélaga og tengsl við lútherska söfnuði og hreyfingar erlendis. Höfundur er prestur íslensku Kristskirkjunnar 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.