Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 9
sem sr. Friðrik og Sigurbjöm höfðu biblíulestra, hvor á sínum stað. Hún taldi það skyldu hverrar konu að rækja eftir föngum þessa biblíu- fræðslu „til að geta kallast lifandi meðlimur í kristilegum félagsskap". Fyrstu stjórn Trúboðsfélags kvenna skipuðu þessar konur: Kirstín Pétursdóttir forstöðukona, Ingveldur Guðmundsdóttir gjaldkeri og Guðrún Lárusdóttir ritari. Mér skilst, að um þetta leyti hafi Ingveldur verið forstöðukona Hvíta- bandsins, sem þá var kristilegur félagsskapur. Allir fundir félagsins hófust með lestri úr Guðs orði og þeim lauk með bænagjörð. Við athugun á fundargerðum undrast ég, hve margar kvennanna höfðu djörfung til að stjórna fundum, lesa og biðja upphátt. Sumar hljóta að hafa verið óvanar því. Greinilegt er þó, að margar fleiri einlægar trúkonur en þær, sem áður eru nefndar, hafa verið í félaginu og haft því nóga djörfung til að taka til máls. Flestar eru þær mér ókunnar. Þó má sjá í fundargerðum nafn Ólafar, móður sr. Bjarna dómkirkjuprests og syst- ur hennar Guðnýjar. Norska konan, Helene Halldórsson, var um tíma forstóðukona félagsins. Nafn Ástríðar Petersen sést li'ka oft. í minningu þeirrar konu arfleiddi sonur hennar, fyrir nokkrum árum, Kristniboðsfélag kvenna að eignum sínum að sér látnum. Ber sjóðurinn nafn hennar. Kristniboðsfélag og Ólafur kristniboði Á nafnaskrám má sjá, að brátt náði félagatalan nokkrum tugum. Fljótlega var þó nokkuð um útstrik- anir. Skoðanir voru skiptar um til- gang og starfsemi félagsins. Sumar konurnar vildu, að það stofnaði vöggustofu, en aðrar að það væri kristniboðsfélag, enda skipti það seinna um nafn. Lyktir málsins urðu þær, að nokkrar konur hurfu á braut, en þær, sem vildu styrkja kristniboð, urðu eftir. Studdu þær þó líka á annan hátt ýmis mannúð- armál hér heima eftir bestu getu. Ber líf og starf Guðrúnar Lárus- dóttur best vott um það. En pening- ar þeir, sem félagið aflaði á þessum árum voru sendir til Danmerkur. Það varð konunum mikið gleði- efni, er Ólafur Ólafsson hafði sam- band við félagið. Hann var þá nem- andi á kristniboðsskóla í Noregi. Þann 15. febrúar árið 1918 var samþykkt á fundi að senda honum 300 krónur, og svonefndur Ólafs- sjóður var stofnaður fyrir framtak kvennanna. Sumarið 1919 kom Ólafur og var á félagsfundi. Á kaffi- samveru afhenti forstöðukonan honum þá 200 krónur. En þess ber að geta, að á þessum tíma var verð- gildi peninganna allt annað en nú. Lengi hafði félagið ekki aðra tekjulind en félagsgjöld og gjafir meðlimanna. Seinna komu konurn- ar saman á saumafundum og gáfu til kristniboðsins andvirði þeirra muna, sem þær unnu. Samskotabaukur fyrir kristniboðið var líka settur upp í Dómkirkjunni. Fyrstu árin var félagið á hrak- hólum með fundi sína vegna hús- næðisleysis. Veturinn 1904-5 buðu hjónin, Inger og David Östlund, konunum að hafa fundi í húsakynn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.