Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 35
Kertin á kransinum heita mismunandi nöfnum: 1. sd: Spádómskertið, kerti vonar- innar. Það minnir okkur á að það var fyrir löngu sagt fyrir um komu Jesú sem Messíasar, frelsara. 2. sd: Betlehemskertið, kerti kær- leikans. Það minnir okkur á að það var ekkert rúm (pláss) í gistihúsinu. 3. sd: Fjárhirðakertið, kerti gleö- innar. Það minnir okkur á að það voru venjulegir vinnumenn, fjár- hirðar, sem fyrst heyrðu gleðiboð- skapinn um komu Jesú. 4. sd: Englakertið, kerti friðarins, minnir okkur á að englarnir fluttu boðskapinn um frið á jörð til mann- anna, vegna þess að friðarhöfðing- inn var kominn í þennan heim. AflVENTUSTUNDIR Þessa hluti er hægt að tala um þegar kransinn er útbúinn, og biðja fyrir þeim tima sem er í vændum. Við getum notað okkar eigin hug- myndir þegar við tengjum táknmál aðventunnar við Jesú og líf hans. Gerum aðventukransinn að mið- punkti samverunnar. Leyfum börn- unum að taka þátt í samverunni með því að leyfa þeim að lesa vers og kveikja og slökkva á kertum. Látið t.d. eitt bamanna tendra Ijósið á einu kerti fyrsta sunnudag í aðventu og síðan öðru annan sunnudag o.s.frv. Einhver úr fjölskyldunni getur lesið textana sem eru fyrir hvern dag. Síðan getur einhver úr fjölskyld- unni farið með stutta bæn og allir hinir endað á Faðirvorinu. Síðan má t.d. syngja einhvern jóla- og aðventusálm eða söng t.d. Jólaklukkur klingja, Bjart er yfir Betlehem eða Nóttin var sú ágæt ein. Eitt barnanna fær siðan að slökkva á kertinu. Eftir þessa athöfn er hægt að koma saman og t.d. föndra saman eða eitthvað annað sniðugt og upp- byggilegt. Það er mikilvægt að við, hvort sem við erum foreldrar eða kennarar, gerum okkur grein fyrir því að við erum að móta hefðir og leggja inn í minningabanka barnsins fyrir seinni tíma. Sá minningabanki getur skilað góðum, jákvæðum vöxtum ef minningarnar eru góðar og uppbyggilegar. í góðum minn- Ritningarlestur fyrir daga aðventunnar Fyrsta vika: 1. sd. Ferðin til Betlehem. Lúk. 2:1-5 Jes. 40:1-11, ogJes. 64:1-2 Jer. 33:14-16 Mark. 13:32-36 Jak. 5: 7-8 Önnur vika-. 2. sd. Ekkert rúm í gistihúsinu. Lúk. 2: 4-7 Róm. 13:11-14 Matt. 3:1-10 Jes. 40: 3-5 2. Pét. 3: 8-14 LÞess. 5:19-23 Priðja vika: 1. sd. Englar birtast fjárhiröum. Lúk. 2: 8-20 Sálm. 122:1-2 Fil. 4: 4-7 Jes. 35:1-2,10 Fjórða vika: 4. sd. Heimsókn vitringanna. Matt. 2:1-2, Matt. 2: 9-11 Sálm. 121 Matt. 11:28-30 Lúk. 11:9-13 Jóh. 3:16, Jóh. 6: 47-51, Jóh. 15:12-17 Lúk. 1:26-31 Jólaguöspjallið Lúk. 2:1-20 ingum er fólginn mikill lifskraftur og lækning fyrir framtíðina. Þess vegna er mikilvægt að við séum góð hvert við annað um aðventuna sem endranær. Hugmyndir fyrir hvorn sunnudag Fyrsti sunnudagur í aöventu. í dag kveikjum við á Spádóma- kertinu, kerti vonarinnar. Þetta kerti minnir okkur á að það var löngu sagt fyrir að Jesús kæmi í heiminn til þess að vera Messias. Það segir okkur líka að koma hans var engin tilviljun. Látum vonina búa í hjörtum okkar um að Jesús, hinn sanni Messias, komi aftur. Lesið um ferð- inatil Betlehem, Lúkas 2:1-5. Þennan sunnudag getum við notað til að tala eða lesa um hvað gerist þegar lítið barn fæðist. Hvernig það var þegar okkar börn fæddust. Við skoðaðum gamlar myndir, og rifjum upp gamlar minn- ingar úr bamæsku. í vikunni má taka saman föt og annað sem þið ætlið að gefa þeim sem eru þurf- andi. Þið getið sett uþp jóladagatal, við höfum líka lesið saman úr Sögum mánaðarins (desember- hefti) eftir sr. Jón Kr. ísfeld. Einnig er hugmynd að setja sér ný andleg takmörk á nýju kirkjuári. Við eigum litlar styttur sem mynda fæðingarsvið Jesú. Þessar styttur tökum við fram i þessari eða næstu viku, byrjum að raða þeim uþp, stundum bara einni í einu. En við bíðum alltaf með að setja Jesú- barnið i jötuna þangað til á aðfangadagskvöld. Á þessum degi setjum við líka upp sjöarma aðventuljós og minnumst þess að Jesú er hið sanna Ijós. Talan sjö er oft nefnd í Bibliunni og er tákn um heilagleika, Jesús verður ekki bara hið sanna Ijós heldur einnig hið heilaga Ijós. 35

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.