Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 33
að þroskast og vaxa. Barnatrú er góð þegar við erum börn en eftir því sem við fullorðnumst verður trú okkar að dýpka og vaxa. Sú stað- reynd að við erum á milli þessa tveggja timaskeiða þ.e.a.s. upp- fyllingar og komandi tíma ætti að hvetja okkur sem kristna menn til ábyrgðar um að vern- da siðgæði og trú okkar á Jesú Krist, til þess að við verðum tilbúin þegar hann kemur aftur sem konungur, frelsari og endurlausnah, Aðventan er því timi sem kristnir menn eiga að nota til þess að búa líf sitt og heimili undir komu frelsarans. Það er því mikilvægt að þessi tími einkennist af eftirvæntingu og endurnýjun i trúarlífi okkar. Aðventan er tími þar sem við þráum lausn frá öllu því illa sem í heiminum er, óréttlæti, harðræði, harðstjórn, o.þ.h. Það er sú von sem við höldum í þó okkur finnist hún oft litil og þrátt fyrir að okkur finnst Guð kannski vera fjarri. Vonin um að hann muni koma aftur og verði konungur, hinn smurði sem mun flytja frið, réttlæti og réttsýni i sýktan heim. í aðventunni eru stórkostleg loforð falin, en það er líka mikil alvara og áminning í henni, saman- ber endurkomuboðskapinn um Jesú. í þeim boðskap ertalað um dómsdag og endanlegt uppgjör mannsins gagnvart Guði. Það er uppgjör mannsins á lifi sinu. Boðskapur aðventunnar er líka boðskapur um ábyrgð hins kristna manns á lífi sínu og boðskapur um eilíft líf - eilift líf sem byrjar nú í dag. Vegna þess að aðventan hefur þessi tvö þemu, annars vegar loforð og hins vegar dóm, er hún tími undirbúnings og bænar. Bænir auðmýktar, skuldbindingar, frelsunar og bænir þeirra sem ganga i myrkri og þrá að lifa i Ijósi. Andi aðventunnar endurspeglast vel í dæmisögunni um brúðar- meyjarnar sem biða í eftirvæntingu eftir brúðgumanum. Þá er líkt um himnaríki og tiu meyjar, sem fóru til móts viö brúögumann meö lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar. Þær fávísu tóku lampa sína, en höföu ekki olíu með sér, en hinar hyggnu tóku olíu meö á könnum ásamt lömpum sinum. Nú dvaldist brúðgumanum, og uröu þær allar syfjaöar og sofnuöu. Um miönætti kvaö viö hróp: Sjá, brúöguminn kemur, fariö til móts viö hann. Þá vöknuöu meyjarnar allar og tóku til lampa sína. En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: Gefið oss af olíu yöar, það er að slokkna á lömpum vorum. Þær hyggnu svöruöu: Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupiö handa yöur. Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu meö honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokaö. Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, Ijúk upp fyrir oss. En hann svaraöi: Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki. Vakið því, þér vitið ekki daginn néstundina. (Matt 25:1-13) 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.