Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.2004, Blaðsíða 10
um Aðventista, en Inger var ein af stofnendum félagsins. Síðar fengu þær inni i Melstedsfiúsi hjá KFUM og K. Sumarfundir voru stundum hafðir utan dyra, bæði í görðum forstöðukvenna og úti í Engey. Árið 1905 bundust Hvítabandið, Kristileg safnaðarstarfsemi og Trúboðsfélag kvenna samtökum til að safna fé í byggingarsjóð. Að siðustu varð Trúboðsfélagið eini eigandi sjóðsins. Þegar húsið að Laufásvegi 13 var keypt, var það fé stærsta framlagið. Það var vígt árið 1931 og fékk nafníð Betania. Eftir Við heildaryfirlit á fundargerðum dylst ekki einlægt trúartraust, kærleikur og fórnarlund þeirra, sem mótuðu starf félagsins fyrr og síðar. það rættist vel úr húsnæðismálum og starfsemin varð fjölbreyttari. Trúfesti kvennanna Félagið virðist lengi hafa notið þess, hve traustar gáfu- og trúkonur voru valdar í stjórn. Áratugum saman sinntu þær störfum, svo að stjórnarskipti urðu ekki oft. Mikill var því harmur félagskvenna, þegar formaðurinn, Guðrún Lárusdóttir drukknaði ásamt tveim dætrum sínum sumarið 1938. Á sérstökum minningarfundi 8. september það ár, héldu nokkrar kvennanna ræður og þökkuðu Guði fyrir líf hennar og starf. Meðal þeirra var María Jóns- dóttir, sem Guðrún hafði áður valið til að sinna formannsstörfum, þegar annir hennar sjálfrar voru mestar á Alþingi. Á eftir flutti Ólafur kristni- boði ræðu út frá orðum Hebrea- bréfsins í 13. kafla og 7. versi: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk og líkið eftirtrú þeirra". Gat hann um leið orða eiginmanns Guðrúnar um, að lestur Guðs orðs og daglegt bænalíf hennar hefði alltaf gefið henni kraft til að halda merki Drottins hátt á lofti. Eftir skyndilegt fráfall Guðrúnar virðist Kristniboðsfélagið vera I nokkurri lægð, og konurnar örlítið hikandi um tíma. Þær stoðir, sem mannlega talað höfðu borið félags- skapinn uppi, voru annað hvort fallnar eða orðnar gamlar. Bráðlega rættist þó úr, er Unnur Erlendsdóttir kom í félagið og tók við formennsku, og aðrar mætar og traustar konur stóðu við hlið hennar. Síðan hafa margar slíkar gegnt þar forystuhlut- verki með miklum sóma. Við heildaryfirlit á fundargerðum dylst ekki einlægt trúartraust, kær- leikur og fórnarlund þeirra, sem mótuðu starf félagsins fyrr og síðar. Að blessun Drottins var yfir því og að hann sjálfur var með í verki, er líka Ijóst. Mig langar til að nefna litla sögu, sem ein félagskonan sagði mér fyrir 40 árum, en þá átti hún sjálf langa ævi að baki. Nokkru eftir aldamótin 1900 flutti hún til bæjar- ins og þekkti fáa. Einhver ráðlagði henni að fara á fund I Trúboðsfélagi kvenna og kynnast konunum þar. Unga konan fylgdi þessu ráði og mætti í Melstedshúsi á fundi, sem Anna Thoroddsen stjórnaði. Hún undi sér þar vel þangað til stjórn- andi sagði í fundarlok, að nú skyldu þær krjúpa niður til bæna. Allar konumar krupu, nema sögukona mín. Hún sat sem fastast og hét því, að hingað kæmi hún ekki aftur. Þegar bænastundinni lauk, þaut hún á dyr sem skjótast. Þetta var um vetur. Úti var snjór og einhver svellalög. Konan hafði ekki hlaupið nema nokkur spor, þegar henni fannst skyndilega fótunum kippt undan sér og hún féll á bæði hnén. „Jæja, nú varðst þú að krjúpa niður," sagði hún við sjálfa sig. Hún leit á atvikið sem bendingu frá Guði og hét því liggjandi á hnjánum á götunni, að héðan í frá skyldi hún alltaf vera fús til að beygja kné sin fyrir Jesú, hvar og hvenær sem væri. Hún var trúföst félagskona, stjórnaði oft fundum og rækti þá vel meðan heilsan leyfði. Við bjuggum um tima í sama húsi. Ég minnist hennar sem fallegrar gamallar konu „með guðsbamasvip", eins og mér er tjáð, að Anna Thoroddsen hafi stundum sagt um fólk. Breyttir tímar Timinn leið. Eftir seinni heims- styrjöldina breyttist þjóðfélagið og heimurinn mikið. Kína lokaðist kristniboði. Sr. Jóhann Hannesson kom heim ásamt fjölskyldu sinni. Ungir kristniboðar voru sendir til Afríku til að byggja upp kristniboðs- starf, sem við bárum ábyrgð á. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.