Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 14
10
BÚNAÐARRIT
verður gert stutt með stiklum. Það eru engar ýkjur, að
öll þau ár liafi svo unnizt að, að lítt þættu sveitarmál
ráðin, ef hann var ekki til kvaddur. Hitt var algengara,
að hann kveddi aðra til fylgdar undir eigin forustu. Og
eftir því, sem ár færðust yfir, fjölgaði erindum sveitung-
anna til lians.
Stærsta málið, sem til lians kasta kom það skeið, sem
liann réði þar ríkjum, er bygging félagsheimilisins Húna-
ver. Þáttur hans í því verður á engan liátt mældur. Þó
er liann þaulvígði þátturinn. Það féll í hlut Hafsteins að
byggja félagsheimili Bólhlíðinga þrisvar. Fyrst var reist-
ur kjallari að húsi. Var haim nýttur sem samkunduhús
um 6 ára skeið. Þá var bvggt ofan á hann og stóð sú bygg-
ing þannig liátt á þriðja tug ára. Nú er þar á næstu grös-
um risið félagsheimili, sem tvímælalaust er fegursta fé-
lagsheimili héraðsins, — hlýtt og bjart lieimili liverrar
þeirrar félagshræringar, sem vaknar innan sveitarinnar
og nokkurt lífsgildi liefur. Það skapar liverri slíkri hreyf-
ingu skjól. Ef það verður skjólvangur annars lakara, verð-
ur það þó ekki skuggi á þær hugsjónir, þann drengskap,
sem bezt dugði til að byggja það. Sá skuggi fellur á hverja
þá saintíð, er slíkan snák elur við brjóst sér.
Enginn skyldi taka þessi orð mín þannig, að Hafsteinn
liafi verið þar einn að verki. Slíkt er fjarri sanni. Hitt
mundi sönnu nær, að sá samhugur, sem liann vakti, liafi
orðið þar drýgstur í skiptum. Þar var og að finna sterk-
asta þáttinn í fari lians — lipurð lians, og lagni að draga
saman margs konar sundurgerð í hug og háttum, sem ætíð
mætir, og alls staðar þar, sem samhuga er þörf. Hann virt-
ist geta fengið alla til að vinna sanian, hversu ólíkar
manngerðir, sem um var að ræða. Þetta varð löngum til
að létta lionum róðurinn, þegar samtaka var þörf. Og
það eru slík samtök, sem drýgst gefa framtakið, þegar
þess er freistað. Það er aflgjafi allrar lífvænnar þróunar.
Þessi samhugur sveif löngum yfir vötnum sveitarmála í
Bólstaðarhlíðarhreppi það skeið, sem Hafsteins naut