Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 80
76
BÚNAÐARRIT
ég síðan á fundi hjá veiðifélaginu að Sveinsstöðum þann
3. sept. s. 1., greindi þar frá athugunum mínum og benti
á, livað ég teldi líklegast að gera.
Vetrarvinna mín var sem að undanförnu venjuleg
skrifstofustörf, en auk þess annaðist ég skrifstofustjórn
og skjalavörzlu Búnaðarþings og bjó Búnaðarþingstíð-
indin undir prentun.
Fundi Tilraunaráðs jarðræktar sat ég að venju.
Þótt skurðamælingar mínar á þessu ári, sem skiptast nið-
ur á 12 hreppa, væm lítið eitt minni en s. 1. ár, þá er það
eftirtektarvert, að af þessum 174,6 km, sem ég mældi,
koma 102,9 km á aðeins einn hrepp, Auslur-Landeyjar.
Var þetta allt grafið og meira til, sem Einar Þorsteinsson,
héraðsráðunautur, mældi fyrir. Þetta var glæsilegt met
í skurðagreftri á einu ári. Ef þessi sveit hefði ekki skarað
fram lir öðrum, þá liefði skurðagröftur í mínu umdæmi
orðið rúmlega helmingi minni en venja er til. Ekki er
búið að taka saman heildargröftinn á landinu, en líkur
era fyrir, að hann sé um 20% minni en árið 1960.
Tvær meginástæður munu liggja til þess, að skurða-
gröftur hefur minnkað síðustu árin: Onnur er sú, að
margir bændur liafa þegar birgt sig upp með ræktunar-
land til nokkurra ára og sumir liafa auk þess þurrkað
beitilandið að meira eða minna leyti. Hin er sú, að fjöldi
bænda á við töluverða fjárliagsörðugleika að stríða vegna
margvíslegra framkvæmda. Enn fremur má bæta því við,
að einstaka sveitir liafa þegar þurrkað svo að segja allt
sitt ræklunarliæfa votlendi, sem nærtækt er. Það er því
ekki ólíklegt, að enn kunni að draga töluvert úr skurða-
greftri, að minnsta kosti í bili'.
En heildarverkefnin eru enn svo gífurleg, að segja má,
að ekki sjái högg á vatni við þá stórstígu landþurrkun,
sem þegar hefur verið gerð. Og þörfin er víða aökallandi.
Búfénaði fjölgar sí og æ, en það kréfur stærra og betra