Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 68
64
BÚNAÐARRIT
stjórn Búnaðarfélags Islands falið mér, en til annarra
hef ég verið skipaður af ríkisstjórninni. Ég mun stutt-
lega skýra frá þeim helztu hér:
1. VeiSimálanefnd. Ég hef allt frá því að ég kom í
þjónustu Búnaðarfélagsins árið 1935 átt sæti í veiði-
málanefnd, sem fulltrúi Búnaðarfélags Islands. Nú
er veiðimálanefnd þannig skipuð: Þórir Steinþórs-
son, skólastjóri í Reykholti, formaður nefndarinnar,
og Jón Jónsson, fiskifræðingur, og ég, meðstjórnend-
ur. Framkvstj. er Þór Guðjónsson veiðimálastjóri.
2. BankaráS Landsbanka íslands. I því hef ég átt sæti
síðastliðið ár, kjörinn til þess af Alþingi. Formaður
bankaráðsins er nú Baldvin Jónsson, liæstaréttar-
málaflutningsmaður. Aðrir bankaráðsmenn eru Einar
Olgeirsson, alþm., Guðmundur R. Oddsson, fram-
kvæmdastjóri, og Birgir Kjaran, alþm.
3. Nátiúruverndarráfi. Á Alþingi árið 1956 voru sam-
þykkt lög um náttúruvernd. Þar er svo sagt, að stofn-
að skuli NáttúruverndarráiS. Ráðið er undir yfir-
stjórn menntamálaráðuneytisins, Náttúruverndarráð
er skipað fulltrúum frá ýmsum stofnunum, er ein-
liver afskipti liafa af slíkum málum. Menntamála-
ráðuneytið skipaði Ásgeir Pétursson, deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu, formann ráðsins. Aðrir
ráðsmenn eru: Náttúrufræðingarnir dr. Finnur Guð-
mundsson, dr. Sigurður Þórarinsson og Ingólfur
Davíðsson, tilnefndir af Náttúrugripasafninu, Hákon
Bjarnason, skógræktarstjóri, tilnefndur af Skógrækt
ríkisins, Sigurður Tlioroddsen, verkfræðingur, til-
nefndur af Verkfræðingafélagi Islandá, og Stein-
grímur Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, tilnefndui'
af stjóm Búnaðarfélags Islands. Ráð Jietta liafði
nokkra fundi s. 1. ár og liefur hafizt handa um ýmis
störf, eftir því sem lögin mæla fyrir.
4. Útgáfunefnd Freys. I henni lief ég átt sæti fyrir