Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 127
SKÝRSLU R STARFSMANNA
123
Hér á landi voru um skeið 2—3 hundruð útlendingar
við bústörf, en eru nú aðeins fáir tugir, og við árslok
aðeins nokkrir einstaklingar. Hins ber þó að geta, að
sumir þeir, er fyrr voru skráðir útlendingar, hafa nú sótt
um borgararétt bér, sumir í sveit, en aðrir í bæjum.
Skortur á vinnuafli er líklega tilfinnanlegri nú en nokkru
sinni, einkum er leitað eftir starfsmönnum til fjósastarfa,
og á síðasta liausti gat Ráðningastofan ekki orðið við
óskum allra, sem leituðu eftir mönnum til fjárgæzlu, en
jafnan liefur verið auðveldara að fá Islendinga til þeirra
starfa en til fjósverka.
Fólksleysið er vandamál, sem ekki er auðleyst. Með
vélum má létta störfin stórlega og þær gera mörgum öldr-
uðum bónda kleift að stunda bústörf lengur en ella, en
þegar veikindi brjá þá fáu, sem eru á sveitaheimilunum,
er mikill vandi á liöndum.
Um starfsemi Ráðningastofunnar á árinu er að segja,
að fyrri liluta ársins var framboð af karlmönnum nægi-
legt og kom það fram þannig, að hægt var að fullnægja
eftirspurn, og utan Ráðningastofunnar vistuðu margir
til sín menn til starfa í sveitum. Síðari hluta ársins vant-
aði aftur á móti mikið á, að liægt væri að fullnægja eftir-
spurninni og er því í vetur sérstaklega vant manna, sem
æfðir eru við fjósaverk.
Allt árið liefur verið lítið framboð af stúlkum og ekki
nægilegt til þess að eftirspurn yrði fullnægt. Einkum
vantar stöðugt stúlkur, sem gegna vilja ráðskonustörf-
um. Tilboð um störf í sveit, fyrir kvenfólk, má lieita, að
nú orðið séu eingöngu miðuð við innanhússstörf, kaupa-
konur til heyvinnu eða annarra útistarfa eru alveg að
bverfa iir sögunni, vélarnar liafa tekið við blutverkum á
því sviði.
Til skamms tíma var það reglan að vista einnig drengi
og telpur til sveitastarfa, allt niður að 10 ára aldri. En
þar eð eftirspurn eftir svo ungum börnum er alls engin
og torvelt að ráða unglinga yngri en 14 óra til sveitastarfa,