Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 81
SKYRSLUK STAKFSMANNA
77
beitilands. Þeir tiltölulega fáu bændur, sem ýmist bafa
ræktað beitiland, bætt það með þurrkun eða gert hvort
tveggja, liafa þegar gefið það fordæmi, sent dugar. Hinir
koma í sporin, eftir því sem kraftar leyfa. En þetta er
ekki alls staðar jafn einfalt í framkvæmd. Þar sem liver
einstakur bóndi fyrir sig á beinan aðgang að útrás fyrir
frárennslisvatn af sínu landi, er að þessu leyti liægt um
vik, og bóndinn getur látið grafa skurði, þegar lionum
bentar, e/ hann getur fengið skurðgröfu. En eins og nú
standa sakir, að skurðagröfturinn er sem óðast að dragast
saman, má gera ráð fyrir, að einstakir bændur kunni að
þurfa að bíða eitt eða tvö ár eða fleiri, þar til verkefni
bafa safnazt saman í nágrenninu, svo að skurðgrafa fáist.
En það eru eðlileg takmörk fyrir því, livað liægt er að
flytja sknrðgröfur langar leiðir fyrir lítil verkefni.
Nú liafa verið fluttar inn tvær gerðir af litlum gröfum
(traktors-gröfur) og reyndar nokkuð. Þær kunna að vera
misgóðar, en út í það verður ekki farið liér. Dómar um
þær eru misjafnir, en eitt er víst, að þær eiga báðar rétt
á sér, sé þeim sniðinn stakkur eftir vexti. Ef grafa á
venjulega þurrkskurði og verkefnið er niikið, koma þær
ekki til greina, en sé verkefnið lítið og komast megi af með
grunna skurði, þannig að rými þeirra fari helzt ekki yfir
2,5nt3, þá getur notkun þeirra orðið ódýrari en venju-
legra skurðgrafa vegna mismunar á flutningskostnaði.
Þessar litlu gröfur eru hentugar til að grafa fyrir vatns-
leiðslum, grjót- og lirísræsum og við ýmiss konar smá-
verkefni. Það er kleift að grafa með þeim venjulega
þurrkskurði með Jiví að aka helming ruðningsins jafn-
óðum frá skurðinum, — J>ví að J)ær geta ekki lagt frá
sér á skurðbakkana meira en nemur lielmingi eða liðlega
hehningi af venjulegu rými þurrkskurða, — en slík að-
ferð yrði liarla dýr.
Þetta er sú reynsla, sem fengizt liefur liér á landi, enn
sem komið er.
Eins og })egar er tekið fram, er sjálfsagt að nota Jtessar