Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 115
SKÝRSLUJ! STARFSMANNA
111
unarleg“ sjónarmið. Nú ríkir áhugi og líf í félagsskap
hrossaræktar og hestamennsku. Er þá ástæða til aS
svipta málefnið stuðningi Búnaðarfélags Islands? Er ekki
réttara að bíða og sjá, liverju fram vindur? Deyi áhug-
inn, fellur starfsemin af sjálfu sér. Ég lief lieldur ekki
mikla trú á, að fulltrúa „Freys“ yrði vel fagnað á aðal-
fundi Hrossaræktarsambands Suðnrlands eða á fund-
um annarra slíkra sambanda, ef liann byði bændum
þeim upp á að skipta um hlutverk samtakanna og breyta
þeim í svínaræktarfélagsskap. Furðulegt tel ég einnig
það sjónarmið, að ryðja skuli nýjum búfjárræktargrein-
um braut á kostnað hinna eldri, og velja þá lielzt þá grein
húfjárræktarinnar, sem íslenzkir hændur liafa unnið
stærsta sigurinn í og þeir eru að verða heimsfrægir fyrir.
Kann ég ekki liugsun að skynja eða meta, ef þetta sjón-
armið „Freys“ er er ekki vanhugsað.
Hrossarœktarsamband Borgarfjarbar starfaði s. 1. ár
í 10 deildum, eins og að undanförnu. Formaður sam-
bandsins, Símon Teitsson í Borgarnesi, vinnur að því, að
fá Snæfellinga, Dalamenn og Strandamenn með í starfið,
og mun brátt koma að því, að sambandi lians verði breytt
í Hrossaræktarsamband Yesturlands. Er þá nýjum og
góðum áfanga náð í þróun þessara félagsmála.
Hrafn frá Miðfossum, sonur TJlfsstaða-Blakks, er í
vaxandi áliti. Koma fram kostir og glæsileiki í afkvæm-
um lians, og virðist hann búa yfir miklum erfðaþrótti.
Á þessu og næsta ári munu eðlisþættir hans skýrast bet-
ur, er tömdum afkvæmum fjölgar.
Annar bezti liestnr sambandsins, en ekki eins reyndur,
er Baldur frá Bóndliól. 1 fari lians eru saman slungnir
sterkir borgfirzkir og hornfirzkir eðlisþættir, fjölbreyttir
kostir, mikil geta og traustleiki, en ekki fínleiki.
Hrímfaxi frá Langholtsparti, sonur Silfurtopps, var
keyptur í fyrra. Hann er efni í glæsihest, en hann liefnr
verið heilsuveill og er ennþá óráðin gáta.
Nýlega keyptu Borgfirðingar rauðblesóttan stóðhest