Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 123
SKÝRSLUR STARFSMANNA
119
greiðslu. tJtsending blaðsins fer fram utan Búnaðarfé-
lagsins, því að engin skilyrði eru til að annast hana sök-
um þrengsla í liúsinu.
Freyr var prentaður í 4200 eintökum, nema Stéttar-
sambandsblöðin, er send eru einnig til þeirra bænda,
sem ekki eru áskrifendur Freys. Þau eru gefin rit þrjú á
ári og venjulega stærri hefti en tvöföld blöð annars eru.
Upplag Freys er 6000 eintök, þegar um er að ræða Stétt-
arsambandshefti. Áskrifendahópur ritsins befur þynnzt
þessi tvö síðustu ár, svo að upplagið hefur minnkað, en
við athugun liefur það sýnt sig, að fækkunin stafar af
því, að garnlir bændur deyja, og í þeirra stað koma ekki
nýir, þar sem jarðir falla úr byggð, en það er staðreynd,
að ýmsar jarðir eru nú nytjaðar af grannbændum, ef þær
falla ekki alveg úr notkun til almenns búskapar, þegar
gömlu bændurnir gefast upp eða falla frá.
Áskriftargjald Freys var ákveðið 100 krónur á þessu
ári, en við þá ákvörðun var ekki tekið tillit til þeirra
verðbreytinga, sem urðu síðar á árinu í sambandi við
kaupliækkanir og gengisfellingu íslenzku krónunnar á
miðju ári. Nam liækkun áskriftargjaldsins aðeins breyt-
ingu á burðargjaldi, sem póststjórnin ákvað í marz, en
þá liækkaði burðargjald Freys um 13%. Til þess að
mæta útgjöldum þeim, sem allar hækkanir á miðju ári
liöfðu í för með sér, befði áskriftargjaldið þurft að
hækka í allt að 120 krónur, miðað við að reksturinn yrði
liallalaus, en smnir útgjaldaliðir liækkuðu meira en 20%.
Um það hefur verið rætt að prenta Frey á lakari og
ódýrari pappír en nú er notaður, en undirtektir áskrif-
enda um það efni eru þær, að ekki virðist rétt að liverfa
að þeirri breytingu.
Rætt liefur verið um að auka efnisval blaðsins, t. d.
með því að bæta við þjóðlegum fróðleik og persónu-
sögu, en annað livort yrði þá að draga lir faglegum þátt-
um að mun eða stækka ritið annars og það virðist ekki