Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 287
HRÚTASÝNINGARNAR
283
arnir voru ekki aðeins vænni, heldur voru þeir einnig
margir mjög vel gerðir og liöfðu mikil mál, en aftur-
kjúkur voru áberandi slakar á mörgum og ekki nógu
góð fótstaða og einnig eru of þröngir kjálkar á sumum.
Fyrstu verðlaun lilutu 61 lirútur fullorðinn og 20 vetur-
gamlir eða um helmingur sýndra hrúta, sjá töflu 1. Beztir
af 3ja vetra og eldri hrútum voru þessir: Kvistur á Grírns-
stöðum, sonur Blakks í Reykjalilíð, rígvænn, vel gerður
og holdgróinn, Laukur Helga á Grænavatni, Spútnik
Sveins á Grænavatni, Glámur á Litlu-Strönd, afburða
vænn og lioldgróinn, Þröstur Jónasar á Helluvaði, Fáni
Baldurs í Baldursheimi, sonur Blakks í Reykjahlíð,
Smiður Illuga á Bjargi, sonur Blakks, og Rúbin Sigurð-
ar á Grænavatni frá Víðikeri í Bárðardal, allt eru þetta
prýðilega álitlegir lirútar. Blakkur í Reykjahlíð liefur
verið mikill hrútafaöir. Auk þess má nefna Kol Fjár-
ræktarfélags Mývetninga, 8 vetra, sem er ljómandi vel
gerður, með afburða bakhold og lieldur sér mjög vel
enn. Beztu tvævetlingarnir voru þessir: Bolti Hinriks í
Vogum, Melur Helga á Grænavatni, sonur Blakks, ágæt-
lega gerður hrútur og liohlgóður, Bjartur Ketils í Bald-
ursheimi frá Álftagerði, Blær Ketils, báðir vænir og
hohlgóðir, og Gáski Jóns í Baldursheimi, lágfættur og
linellinn. Af veturgömhim hrútum voru þessir heztir:
Sörli Jóns Þórólfssonar á Skútustöðum frá Hóli í Keldu-
hverfi, með ágæt mál og holdgóður, Selur Sveins á Græna-
vatni frá Undirvegg, vel gerður og holdgóður, Surtur í
Álftagerði, Lolli Helga á Grímsstöðum, Hnokki Jóns
Kristjánssonar á Skútustöðum og Goði Óskars og Val-
geirs í Reykjahlíð, allt góðir hrútar, sjá töflu A.
Bændur í Skútustaðalireppi liafa rnikinn og góðan
áliuga á sauðfjárrækt og eru komnir langt í fjárræktinni,
en þurfa nú að velja lirúta með tilliti til góðrar fóta-
byggingar, kjálkagleiddar og ullarfars, en ])eir ættu að
ná því á næstu árurn.
Reykdœlahreppur. Sýningin var vel sótt í Reykjadal,