Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 9
ríður Pétursdóttir hafði farið til Bandaríkjanna á
vegum Krabbameinsfélaganna til að læra þessa
tækni og vann að frumurannsóknum í þessu
skyni í Leitarstöð A um skeið.
Krabbameinsskráning.
Til þess að afla sem nákvæmastra upplýsinga
um útbreiðslu og tegundir illkynjaðra æxla hér á
landi var hafin á vegum Krabbameinsfélags
íslands svonefnd krabbameinsskráning í byrjun
árs 1954. Höfundur þessarar greinar hefir haft
umsjón með upplýsingasöfnun þessari frá upp-
hafi þar til á miðju s.l. ári að Hrafn Tuliníus
læknir var ráðinn forstöðumaður skráningar-
innar í fullu starfi. Fullyrða má að ísland bjóði
upp á einstaka möguleika til faraldursfræðilegra
rannsókna á illkynja æxlum sem og ýmsum
öðrum sjúkdómum. Vegna fólksfæðar verða
hins vegar ekki dregnar öruggar ályktanir af
slíkum athugunum nema þær spanni yfir all-
langt tímabil. Sá efniviður sem safnað hefur
verið á 20 ára starfstíma krabbameinsskrán-
ingarinnar er nú fyrir hendi til slíkra rannsókna.
Ýmsar gagnlegar upplýsingar hafa fengist úr
þessum efniviði á umliðnum árum. Hafa þær
m.a. verið nýttar í ritgerð um tíðni hinna ýmsu
krabbameina á Norðurlöndum í samvinnu við
krabbameinsskráningar á hinum Norður-
löndunum.
f'UÖrún Bjamadóttir, Torfi Bjarnason og Ingibjörg Karls-
dóttir, starfsmenn krabbameinsskrár. i -jósrn.: Stúdíó Cuðmundar.
kéttobwÉ um hedbwgóismói
Einn liður í þessum rannsóknum er samvinna
við Erfðafræðinefnd Háskólans um rannsókn á
krabbameini í brjósti hér á landi. í þeim rann-
sóknum er auk upplýsinga krabbameinsskrán-
ingarinnar byggt á efnivið er dr. Gunnlaugur
Snædal formaður Krabbameinsfélags Reykja-
víkur safnaði er hann vann að doktorsritgerð
sinni um brjóstakrabbamein hér á landi.
Samvinna við erlenda aðila.
Allt frá upphafi hefur Krabbameinsfélag
íslands staðið í nánu sambandi við ýmsa erlenda
aðila og hefur það haft ómetanlega þýðingu fyrir
margvíslega starfsemi félagsins. Má þar fyrst
nefna samvinnu við hin Norðurlöndin þar sem
Krabbameinsfélag íslands er einn af 5 aðilum er
mynda Nordisk Cancerunion. Nordisk Cancer-
union, eða samband krabbameinsfélaganna á
Norðurlöndum, heldur árlega fundi þar sem
skipst er á skoðunum um málefni félaganna og
eru fundirnir haldnir til skiptis í hverju landi.
í júnímánuði í ár gekkst sambandið fyrir leik-
mannaráðstefnu í Helsingfors þar sem tekin var
fyrir fjáröflun til krabbameinsfélaganna,
þýðing starfs áhugafólks í þessu sambandi og
sérstaklega baráttan gegn tóbaksreykingum.
Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykja-
víkur mætti sem fulltrúi íslands á þeirri ráð-
stefnu og skýrði m.a. frá hinni nýju baráttuað-
ferð gegn reykingum meðal barna og unglinga
sem hann hefur hafið hér á landi.
Yfirlitssýning sú, sem komið var upp í Domus
Medica í tilefni afmælisins var unnin í samvinnu
við krabbameinsfélögin á hinum Norður-
löndunum og reyndar sett upp á sínum tíma á
alþjóðaþingi krabbameinsfélaga í Flórens á
Ítalíu.
Árið 1952 gerðist Krabbameinsfélag íslands
aðili að Alþjóðasamtökum krabbameinsfélaga.
Sú aðild skapar m.a. möguleika á upplýsinga-
söfnun um hina ýmsu þætti baráttunnar gegn
krabbameini um víða veröld.
Með ráðningu Hrafns Tuliníus til Krabba-
meinsfélagsins hefur skapast möguleiki til ná-
innar samvinnu við alþjóðakrabbameinsstöðina
í Lyon, en Hrafn vann í fjölda ára við þá stofnun.
9