Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 13
Félagið hefur hvað eftir annað veitt umtals- verða styrki læknum sem hafa farið til erlendra stofnana til að kynna sér nýjustu aðferðir við greiningu, meðferð og lækningu illkynjaðra æxla. Krabbameinsskráning hefur aflað áreiðan- legra upplýsinga um útbreiðslu og tegundir sjúkdómsins hér á landi. Á þeim upplýsingum hafa þegar verið byggðar fræðilegar ritgerðir um utbreiðslu, tíðni og ýmsa hegðun illkynjaðra æxla hérlendis en gera má ráð fyrir að rann- sóknir byggðar á efnivið krabbameinsskrán- tngarinnar færist mjög í vöxt á næstu árum. Hafi félagið fjárhagslegt bolmagn til þess mun það kappkosta að halda gangandi þeirri starf- semi sem þegar er rekin á vegurn þess en væntanlega snúa sér í ríkara mæli að því að styðja faraldursfræðilegar rannsóknir og grund- vallar rannsóknir á hegðun og eðli krabbameins. Rétt er að minna á ráðstefnu þá sem Krabba- meinsfélag Islands gekkst fyrir i tilefni af 25 ára afmæli Krabbameinsfélagsins í Dornus Medica. har fluttu framsöguerindi tveir ungir sérfræð- ingar á sviði krabbameinslækninga, þeir Sig- urður Björnsson og Þórarinn Sveinsson og ræddu um framtíðarskipulag geisla- og lyfja- meðferðar krabbameins hér á landi. f framhaldi af framsöguerindum þeirra voru hringborðs- umræður um efnið. Hér er um geysimikilvægt mál að ræða sem nauðsyn ber að taka föstum tökum. Slíkt verður varla gert nema með náinni samvinnu lækna og heilbrigðisyfirvalda. Að dómi stjórnar Krabbameinsfélags íslands er þetta atriði kannski eitt það veigamesta sem fyrir liggur að taka til meðferðar í sambandi við baráttuna gegn krabbameini hér á landi í dag. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni í næsta hefti Fréttabréfs um heilbrigðismál. Á þessum tímamótum minnumst við sérstak- lega brautryðjendanna, þeirra prófessors Níelsar Dungal og Bjarna Bjarnasonar læknis, með virðingu og þökk. En ég vil einnig að endingu þakka hinum fjölmörgu bæði hér í Reykjavík og úti um allt land sem frá upphafi hafa stuðlað að framgangi þeirra mála sem Krabbameinsfélag íslands berst fyrir. Milli aðalfundnr ug hátiðafundar var samcif>inlcg kaffidrykkja ojt var þessi niynd þá tekin. I.jósm.: Jens Alvxandersson. orn heilbrigéismói 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.