Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 21

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 21
Við hópskoðanir á árinu 1975 voru á öllu landinu greindar 30 konur með krabbamein, þar af 19 með brjóstakrabbamein. Auk þess fundust 25 konur með forstigsbreytingar eða staðbundið krabbamein og 23 konur með skemmra gengnar forstigsbreytingar. Dánartala af völdum leghálskrabbameins virðist halda áfram að lækka hér á landi. Á fimm ára tímabilinu 1970—1974 lækkaði talan úr 13.3 í 7.7 af hverjum 100.000 konum eða um 40%. Úr skýrslu Hrafns Tuliníus yfirlæknis krabbameinsskrár Krabbamein hefur verið greint í samtals rúm- lega 4000 körlum og 4500 konum hér á landi s.l. 20 ár og það er nógu langur tími til þess að meta breytingar sem orðið hafa. Krabbamein eru margs konar en ekki einn og sami sjúkdómurinn. Algengasta krabbameinið í íslenskum körlum er krabbamein í maga sem komið hefur fyrir rúmlega þúsund sinnum á 20 árum. Tíðni þess hefur lækkað um liðlega 30% milli 10 ára tímabilanna 1955 til 1964 og 1965 til 1974. Algengasta krabbamein í konum er brjóstakrabbamein og hefur aukist um þriðjung gagnstætt því sem gerst hefur um magakrabba- mein í körlum. Annað krabbamein sem mjög hefur aukist er krabbamein í blöðruhálskirtli. Árangur krabbameinsskráningar getur birst á tvennan hátt. Annars vegar kemur skráning að gagni í sambandi við meðferð sjúklinga, hins vegar er með skráningu unnt að spá fyrir um þörf krabbameinssjúklinga fyrir sjúkrarúm, göngu- deildir, o.s.frv. Unnt er að segja til um fjölda algengustu æxla í framtíðinni en einnig veitir skráin möguleika á að bera saman langlífi sjúkl- inganna frá einum tíma til annars. Hið vísindalega mikilvægi skrárinnar er fólgið 1 því að leitast er við að varpa ljósi á orsök og eðli sjúkdómsins. Hefur Krabbameinsfélag íslands haft náið samstarf við Erfðafræðinefnd Háskóla íslands um árabil. Erlendis hafa rannsóknir bent til þess að auknar líkur séu á ákveðnum krabba- Unnið við hina nýju tölvu sem keypt var með fjárstyrk frá heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna. Ljósm.: siúdió Guðmundar. meinurn hjá ættingjum, það er að ættingjar fái sama krabbamein. Vonast er til að hér verði unnt að varpa ljósi á þetta mál þar sem Island býður upp á svo fullkomnar upplýsingar um ættfræði allrar þjóðarinnar. Úr skýrslu Gunnlaugs Geirssonar yfirlæknis frumurannsóknastofu Árið 1975 voru í frumurannsóknastofunni skoðuð öll sýni frá leitarstöðvum eins og áður. Um 11000 frumusýni frá þeim voru rannsökuð á árinu, auk rúmlega 700 aðsendra frumusýna frá sjúkrahúsum og einstökum læknum. Þar koma einkum til lungnasýni, en einnig sýni úr öðrum líffærum. Fjórir meinatæknar starfa á rannsóknastof- unni. Auk frumurannsókna aðstoða þeir við skoðanir. Haldið var áfram að kenna þeim að greina frumusýni frá ýmsum líffærakerfum. Kiwanisklúbburinn Hekla gaf félaginu smásjá með tvöföldu augnstykki sem hentar vel við kennslu. Bókakost um frumufræði þyrfti hins vegar að auka verulega. Wttobwf. 4jm heilbÞigóismóJ- 21

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.