Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 26
Lokaorð. Hér hefur verið drepið á helstu lækninga- aðferðir gegn krabbameinum. Ekki hafa verið ræddar allar aðferðir sem geta gefið tímabundna bót, svo sem brottnám innkirtla og vakameðferð (hormones). Hver aðferð um sig getur leitt til fulls bata fyrir sjúklinginn. Stundum er unnt að segja fyrir að svo verði en oftar getur enginn skorið úr um það nema tíminn. Nauðsynlegt er að gera biðina eftir þeim úrskurði sem áhyggju- minnsta, hún er nógu erfið samt. Það næst best með því að bæði sjúklingurinn og læknirinn séu sannfærðir um að allt hafi verið gert sem unnt var til að uppræta sjúkdóminn. Tækifærið til þess gefst fyrst og fremst þegar sjúkdómurinn er greindur í upphafi. Því er það að eins nákvæm greining (tegund meins og útbreiðsla) og kostur er á og samhæfð skipulagning meðferðar, þar sem allar ofantaldar aðferðir eru íhugaðar, verða að eiga sér stað í byrjun. Ef mjög miklar líkur eru á algerum bata sé einni aðferð beitt eða ef aðrar aðferðir eru taldar lítt hjálplegar, þá er fullkom- lega réttlætanlegt að láta þar við sitja. Á síðustu áratugum hafa framfarir í meðferð krabbameina aukið batahorfur sumra og lengt líf margra. Einna síðast er dæmið um hvítblæði í börnum. Fyrir nokkrum árum var vitað mál að enginn slíkur sjúklingur lifði árið. Þótt framfarir hafi orðið í meðferð þessa sjúkdóms er margt ógert, mest vegna þess að enginn veit hvað veld- ur. Við skulum vona að ekki verði langt að bíða þess að við getum fært foreldrum þessara barna betri fréttir en þær að það séu helmings líkur á að barnið verði hjá þeim eftir 5 ár. BANKI ÞEIRRA SEM FRAMTKHNNI Hvernig veröa kjqr / afkomu? £>að ^ » Viö næstu árin ? Megum vió vænta bættrar að íslenskur iðnaöur eflist til muna. hlutverki í þróun hans. 26 ■fcéltabrét -unv fwilbrigóismól.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.