Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 33

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 33
Andstaðan gegn reykingum harðnar enn Um allan heim er andstaðan gegn tóbaks- reykingum að færast í aukana. Æ fleiri einstakl- ingar, félög og stofnanir taka þátt í þeirri baráttu og skipulag hennar eflist með ári hverju. Hvarvetna eru í fremstu víglínu ýmis félagsamtök á sviði heilbrigðismála, ekki síst krabbameinsfélögin, og athyglisvert er hve læknar eiga nú ríkan þátt í herferðinni gegn reykingum. Raunar er það mjög eðlilegt þegar þess er gætt að farið er að líta á tóbaksneyslu og sér í lagi reykingar sem eitthvert alvarlegasta heilbrigðisvandamál okkar daga. Það álit hefur sjálf Alþjóða heilbrígðismála- stofnunin staðfest mjög rækilega. Fyrir þing stofnunarinnar árin 1970, 1971 og 1975 voru lagðar skýrslur sérfræðinga þar sem lýst er þeim hættum sem heilsunni stafar af reykingum og gerðar eru tillögur um gagnráðstafanir. Sam- þykktu þingin að beina tillögunum til ríkis- stjórna aðildarríkjanna. Er m.a. mælst til að heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisstéttir gangi fram fyrir skjöldu í andófi gegn reykingum og þeim ráðlagt hvað gera skuli. Þrjár alþjóðaráðstefnur um reykingar og heilsu hafa verið haldnar, árin 1967, 1971 og 1975. Síðustu ráðstefnuna, sem haldin var 2—5. júní 1975, sóttu um 500 fulltrúar frá 47 löndum. Þar voru flutt gagnmerk erindi um ýmsar hliðar reykingamála og gerðar fjölmargar ályktanir. M.a. var lögð þung áhersla á skaðsemi óbeinna reykinga. Forseta ráðstefnunnar var falið að skrifa heilbrigðisráðherrum í öllum aðildarríkj- um Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og lýsa þeirri von ráðstefnunnar að ráðherrarnir athuguðu rækilega að hve miklu leyti og hve skjótt væri hægt að fylgja ráðleggingum stofn- unarinnar varðandi reykingavandamálið. Æ víðar taka yfirvöld þetta mál föstum tök- um. Frelsi til reykinga sætir meiri og meiri tak- mörkunum í opinberum byggingum og í sam- göngutækjum. Sums staðar hefur verið komið á fót sérstökum stofnunum til að takast á við reyk- ingarnar með aukinni fræðslu og áróðri. Svo er t.d. í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum. í Noregi og Finnlandi hafa nýlega verið sett sér- stök tóbakslög sem marka tímamót á þessu sviði. Verður sagt frá þeim í næsta Fréttabréfi. Síðast en ekki síst skal þess getið að nú gætir þess æ meir að þeir sem reykja ekki berjist fyrir réttinum til hreins lofts. Stofnuð hafa verið mörg félög í þessu skyni, sum æði herská ef marka má nöfnin. Hér á landi hefur þessi hreyf- ing skotið rótum í framhaldsskólum, sbr. félögin HLÍMA (Hreint loft í M.A.) og SÚR (Samvinnuskólinn úr reyknum). Má vænta að slík félög verði stofnuð víðar á næstunni auk þess sem komið hefur til orða að stofna landssamtök áhugamanna um baráttu gegn tóbaksneyslu og réttindi þeirra sem reykja ekki. Hvað finnst les- „Nei, nei. Ég er að reyna að hætta.“ Wttobwf. 4jitv -haiUMUgdismói 33

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.